400 hestöfl úr 40 kg vél Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2014 10:30 Nissan DeltaWing ZEOD. Autoblog Nissan hefur tekist að kreista út heil 400 hestöfl úr 1,5 lítra vél sem vegur aðeins 40 kíló. Þessi vél verður í hinum undarlega skapaða DeltaWing ZEOD keppnisbíl sem att verður fram í þolaksturskeppni Le Mans í júní í ár. Eins og sést á myndinni hér að neðan er ekkert mál fyrir forstjóra Nismo, sem er keppnisbíladeild Nissan, að halda á vélinni í fanginu. Þessi netta vél er með 3 strokka. DeltaWing ZEOD bíllinn gengur reyndar líka fyrir rafmagni og kemst heilan hring í Le Mans á rafmagninu eingöngu. Nissan hefur bent á að afl þessarar vélar er meira á hvert kíló en vélarnar sem eru í Formúlu 1 bílum og verður það að teljast athyglivert. Vélin í bílnum er eins manns tak.Autoblog Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent
Nissan hefur tekist að kreista út heil 400 hestöfl úr 1,5 lítra vél sem vegur aðeins 40 kíló. Þessi vél verður í hinum undarlega skapaða DeltaWing ZEOD keppnisbíl sem att verður fram í þolaksturskeppni Le Mans í júní í ár. Eins og sést á myndinni hér að neðan er ekkert mál fyrir forstjóra Nismo, sem er keppnisbíladeild Nissan, að halda á vélinni í fanginu. Þessi netta vél er með 3 strokka. DeltaWing ZEOD bíllinn gengur reyndar líka fyrir rafmagni og kemst heilan hring í Le Mans á rafmagninu eingöngu. Nissan hefur bent á að afl þessarar vélar er meira á hvert kíló en vélarnar sem eru í Formúlu 1 bílum og verður það að teljast athyglivert. Vélin í bílnum er eins manns tak.Autoblog
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent