Subaru hefur framleitt 20 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2014 08:45 Subaru Legacy. Automobile Subaru er ekki einn af stærri bílaframleiðendum Japans og fyrirtæki eins og Toyota, Nissan og Honda framleiða miklu fleiri bíla en Subaru. Engu að síður náði Subaru því að smíða sinn 20 milljónasta bíl frá upphafi í þessari viku. Subaru framleiddi sinn fyrsta bíl árið 1958, var búið að framleiða 10 milljón bíla árið 1992, 15 milljón bíla árið 2003 og 20 milljónir nú árið 2014. Það tók því Subaru jafn langan tíma að fara úr 10 í 15 milljón bíla og það tók að fara úr 15 í 20 milljón bíla, eða 11 ár. Í dag selur Subaru 55% af bílum sínum í Bandaríkjunum, en sala þar hófst árið 1968. Subaru hefur selt ríflega þriðjung allra sinna bíla frá upphafi þar, eða 7 milljónir bíla. Til gaman má geta þess að bílaframleiðsla í fyrra í öllum heiminum nam um 80 milljónum bíla. Því hefði öll bílaframleiðsla Subaru frá upphafi aðeins dugað til fjórðungs þess magns. Toyota framleiddi rétt tæplega 10 milljón bíla í fyrra og því tæki það Toyota aðeins 2 ár að framleiða jafn mikið og Subaru frá upphafi. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent
Subaru er ekki einn af stærri bílaframleiðendum Japans og fyrirtæki eins og Toyota, Nissan og Honda framleiða miklu fleiri bíla en Subaru. Engu að síður náði Subaru því að smíða sinn 20 milljónasta bíl frá upphafi í þessari viku. Subaru framleiddi sinn fyrsta bíl árið 1958, var búið að framleiða 10 milljón bíla árið 1992, 15 milljón bíla árið 2003 og 20 milljónir nú árið 2014. Það tók því Subaru jafn langan tíma að fara úr 10 í 15 milljón bíla og það tók að fara úr 15 í 20 milljón bíla, eða 11 ár. Í dag selur Subaru 55% af bílum sínum í Bandaríkjunum, en sala þar hófst árið 1968. Subaru hefur selt ríflega þriðjung allra sinna bíla frá upphafi þar, eða 7 milljónir bíla. Til gaman má geta þess að bílaframleiðsla í fyrra í öllum heiminum nam um 80 milljónum bíla. Því hefði öll bílaframleiðsla Subaru frá upphafi aðeins dugað til fjórðungs þess magns. Toyota framleiddi rétt tæplega 10 milljón bíla í fyrra og því tæki það Toyota aðeins 2 ár að framleiða jafn mikið og Subaru frá upphafi.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent