Carlos
Tevez skoraði bæði mörk Juventus sem gerði 2-2 jafntefli gegn Hellas Verona í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. EmilHallfreðsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Verona. BirkirBjarnason kom ekki við sögu í sigri Sampdoria.
Tevez skoraði strax á 4. mínútu og bætti öðru markið við á 21. mínútu. Staðan í hálfleik var 2-0 en LucaToni minnkaði muninn á sjöundu mínútu seinni háfleiks.
Það vantaði ekki dramatíkina í leikinn því JuanGomezTaleb jafnaði metin á síðasta andartaki leiksins og tryggði Verona gott jafntefli gegn toppliðinu.
Juventus er enn með 9 stiga forystu á toppnum því Roma gerði einnig jafntefli í dag. Verona er í fimmta sæti, með þremur stigum meira en Inter sem á leik til góða.
Birkir Bjarnason sat allan tíman á bekknum þegar Sampdoria lagði Cagliari 1-0 á heimavelli. DanieleGastaldello skoraði sigurmarkið á 11. mínútu.
Úrslit dagsins:
Torino – Bologna 1-2
Sampdoria – Cagliari 1-0
Parma – Catania 0-0
Livorno – Genoa 0-1
Hellas Verona – Juventus 2-2
Lazio – Roma 0-0
Dramatískt jafntefli Emils og félaga gegn Juventus
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
