NBA í nótt: Nash hélt upp á fertugsafmælið með sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2014 09:28 Steve Nash í leiknum í nótt. Vísir/AP Steve Nash sýndi gamalkunna takta er hann hélt upp á 40 ára afmæli sitt með sigri LA Lakers á Philadelphia, 112-98. Þetta var annar sigur Lakers eftir að liðið hafði tapað sjö leikjum í röð. Nash var stigahæstur í sínu liði með nítján stig en þar að auki gaf hann fimm stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hann nýtti átta af fimmtán skotum. Úrslitin voru kærkomin fyrir stuðningsmenn Lakers enda gengið á ýmsu hjá liðinu í vetur. Nash, sem er elsti leikmaður NBA-deildarinnar, hefur misst af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla.Tony Wroten skoraði sextán stig fyrir Philadelphia sem tapaði fimmta leik sínum í röð og sjöunda heimaleiknum í röð.Indiana vann Portland, 118-113, í framlengum leik. Indiana er í efsta sæti austurdeildarinnar en Portland í þriðja sætinu í vestrinu.George Hill bætti persónulegt met með því að skora 37 stig í leiknum en hann var þar að auki með níu fráköst og átta stoðsendingar. David West skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. Efsta lið vesturdeildarinnar og liðið með bestan árangur allra í deildinni, Oklahoma City, tapaði óvænt fyrir Orlando, 103-102.Tobias Harris tryggði Orlando sigur með troðslu rétt áður en leiktíminn rann út en skömmu áður hafði Kevin Durant klikkað á skoti í síðustu sókn Oklahoma City. Durant var með 29 stig og tólf stoðsendingar í leiknum en stigahæstur í liði Orlando var Harris með átján stig.LA Clippers vann Toronto, 118-105. Blake Griffin skoraði 36 stig, þar af nítján í fyrsta leikhluta. Jamal Crawford bætti við 21 stig en DeMar DeRozan skoraði 36 stig fyrir Toronto.Úrslit næturinnar: Indiana - Portland 118-113 (e. framl.) Orlando - Oklahoma City 103-102 Philadelphia - LA Lakers 98-112 Washington - Cleveland 113-115 Boston - Sacramento 99-89 Detroit - Brooklyn 111-95 New York - Denver 117-90 Dallas - Utah 103-81 New Orleans - Minnesota 98-91 LA Clippers - Toronto 118-105 NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Steve Nash sýndi gamalkunna takta er hann hélt upp á 40 ára afmæli sitt með sigri LA Lakers á Philadelphia, 112-98. Þetta var annar sigur Lakers eftir að liðið hafði tapað sjö leikjum í röð. Nash var stigahæstur í sínu liði með nítján stig en þar að auki gaf hann fimm stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hann nýtti átta af fimmtán skotum. Úrslitin voru kærkomin fyrir stuðningsmenn Lakers enda gengið á ýmsu hjá liðinu í vetur. Nash, sem er elsti leikmaður NBA-deildarinnar, hefur misst af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla.Tony Wroten skoraði sextán stig fyrir Philadelphia sem tapaði fimmta leik sínum í röð og sjöunda heimaleiknum í röð.Indiana vann Portland, 118-113, í framlengum leik. Indiana er í efsta sæti austurdeildarinnar en Portland í þriðja sætinu í vestrinu.George Hill bætti persónulegt met með því að skora 37 stig í leiknum en hann var þar að auki með níu fráköst og átta stoðsendingar. David West skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. Efsta lið vesturdeildarinnar og liðið með bestan árangur allra í deildinni, Oklahoma City, tapaði óvænt fyrir Orlando, 103-102.Tobias Harris tryggði Orlando sigur með troðslu rétt áður en leiktíminn rann út en skömmu áður hafði Kevin Durant klikkað á skoti í síðustu sókn Oklahoma City. Durant var með 29 stig og tólf stoðsendingar í leiknum en stigahæstur í liði Orlando var Harris með átján stig.LA Clippers vann Toronto, 118-105. Blake Griffin skoraði 36 stig, þar af nítján í fyrsta leikhluta. Jamal Crawford bætti við 21 stig en DeMar DeRozan skoraði 36 stig fyrir Toronto.Úrslit næturinnar: Indiana - Portland 118-113 (e. framl.) Orlando - Oklahoma City 103-102 Philadelphia - LA Lakers 98-112 Washington - Cleveland 113-115 Boston - Sacramento 99-89 Detroit - Brooklyn 111-95 New York - Denver 117-90 Dallas - Utah 103-81 New Orleans - Minnesota 98-91 LA Clippers - Toronto 118-105
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira