Sex mánaða bið eftir BMW i3 Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2014 10:42 BMW i3 tvinnbíllinn. Svo mikil eftirspurn er eftir tvinnbílnum i3 frá BMW að kaupendur hans þurfa að bíða í 6 mánuði eftir því að fá bílinn í hendur. Nú þegar eru 11.000 pantanir komnar í bílinn, en ekki er hafin sala á honum í Asíu og mun svo ekki verða fyrr en í sumar. BMW hóf að taka við pöntunum í BMW i3 í nóvember og er eftirspurnin miklu meiri en BMW menn þorðu að vona. Um 80% þeirra sem pantað hafa bílinn áttu ekki BMW bíl áður. Bíllinn er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi og svo gæti farið að BMW verði að auka framleiðsluna, en verksmiðjan þar ræður nú ekki við að framleiða meira en 10.000 bíla á ári. Næsti tvinnbíll sem væntanlegur er frá BMW er i8 sportbílinn og hefst sala á honum í vor. Er hann miklu dýrari bíll svo ekki er að vænta jafn margra áhugasamra kaupenda hans þó áhuginn sé greinilega mikill. BMW áformar ekki framleiðslu fleiri svona bíla, þ.e. ekki fyrr en fyrirtækið hefur áttað sig á viðvarandi eftirspurn á þessum tveimur bílum. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent
Svo mikil eftirspurn er eftir tvinnbílnum i3 frá BMW að kaupendur hans þurfa að bíða í 6 mánuði eftir því að fá bílinn í hendur. Nú þegar eru 11.000 pantanir komnar í bílinn, en ekki er hafin sala á honum í Asíu og mun svo ekki verða fyrr en í sumar. BMW hóf að taka við pöntunum í BMW i3 í nóvember og er eftirspurnin miklu meiri en BMW menn þorðu að vona. Um 80% þeirra sem pantað hafa bílinn áttu ekki BMW bíl áður. Bíllinn er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi og svo gæti farið að BMW verði að auka framleiðsluna, en verksmiðjan þar ræður nú ekki við að framleiða meira en 10.000 bíla á ári. Næsti tvinnbíll sem væntanlegur er frá BMW er i8 sportbílinn og hefst sala á honum í vor. Er hann miklu dýrari bíll svo ekki er að vænta jafn margra áhugasamra kaupenda hans þó áhuginn sé greinilega mikill. BMW áformar ekki framleiðslu fleiri svona bíla, þ.e. ekki fyrr en fyrirtækið hefur áttað sig á viðvarandi eftirspurn á þessum tveimur bílum.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent