Sala bíla fer vel af stað Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2014 09:51 Sala Toyota bíla hefur verið með ágætum í byrjun árs. Sala bíla fer af stað með krafti í byrjun árs. Salan í janúar í fólks- og sendibílum nam 606 bílum sem er 21,2% meira en í sama mánuði í fyrra þegar 500 bílar seldust. Ef sala bílaleigubíla er tekin úr þessum tölum þá seldust 492 bílar sem er 19,7% meira en í janúar í fyrra þegar 411 bíla seldust. Það er því mun bjartara yfir bílamarkaði í lok fyrsta mánaðar og vöxturinn meiri en menn voru almennt að spá. Toyota bílar seldust mest í janúar, eða 123 fólksbílar og 12 sendibílar. Af Volkswagen seldust 65 fólksbílar og 10 sendibílar og 64 Nissan bílar seldust í mánuðinum. Af bæði Chevrolet og Kia seldust 33 bílar og 28 Skoda bílar. Af Renault bílum seldust 19 fólksbílar og 16 sendibílar og af Ford 20 fólksbílar og 10 sendibílar. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent
Sala bíla fer af stað með krafti í byrjun árs. Salan í janúar í fólks- og sendibílum nam 606 bílum sem er 21,2% meira en í sama mánuði í fyrra þegar 500 bílar seldust. Ef sala bílaleigubíla er tekin úr þessum tölum þá seldust 492 bílar sem er 19,7% meira en í janúar í fyrra þegar 411 bíla seldust. Það er því mun bjartara yfir bílamarkaði í lok fyrsta mánaðar og vöxturinn meiri en menn voru almennt að spá. Toyota bílar seldust mest í janúar, eða 123 fólksbílar og 12 sendibílar. Af Volkswagen seldust 65 fólksbílar og 10 sendibílar og 64 Nissan bílar seldust í mánuðinum. Af bæði Chevrolet og Kia seldust 33 bílar og 28 Skoda bílar. Af Renault bílum seldust 19 fólksbílar og 16 sendibílar og af Ford 20 fólksbílar og 10 sendibílar.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent