„Þetta er það versta sem gerst hefur síðan í gosinu,“ segir hann. Þetta sé þó ekki beint aska. Sandurinn komi líklega frekar upp úr Skaftá en lítið vatn sé í ánni nú.
Á þvottaplaninu á bensínstöðinni eru skaflar af sandi og drullu að sögn Guðmundar. Hann tók myndir og myndband af ástandinu í dag sem fylgir fréttinni.
Í frétt mbl.is um málið kom fram að samkvæmt veðurfræðingi sé askan frá gosinu í Eyjafjallajökli árið 2011 líklega enn frosin uppi á hálendinu. Líklegra væri þetta leir- og moldarryk af úr nágrenninu enda hafi verið mjög þurrt af undanförnu.

