Gífurlegt svifryk yfir borginni Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2014 11:34 Mikið ryk var að sjá á Reykjavíkurtjörn í gær. Vísir/Daníel Mikið svifryk er núna yfir Reykjavík og mælast loftgæði við Grensás mjög slæm þar sem 488,1 míkrógrömm af ryki í hverjum rúmmetra mælist. Á skala heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar eru léleg loftgæði þegar yfir hundrað míkrógrömm mælast í rúmmetra. Einstaklingar með ofnæmi og/eða harta- eða lungnasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun og þá sérstaklega í nánd við miklar umferðargötur. „Það er mikið ryk í umhverfinu,“ segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Það er mjög þurrt og búið að sanda gangstéttir og salta götur mikið undanfarið. Allt þetta ryk er líka að fjúka úr umferðareyjunum.“ „Í gær litu tölurnar vel út, en í gærkvöldi byrjaði að vindurinn að blása. Þá ruku tækin upp við Grensásveg. Veðrið skiptir ótrúlega miklu máli.“ Mögulegt er að skoða línurit og frekari upplýsingar yfir svifryksmælingar hér. Ekki er von á vætu á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í fyrsta lagi í nótt.Nú fyrir skömmu mældust 488 míkrógrömm af svifryki í rúmmetra á Grensás.Mynd/Skjáskot af síðu heilbrigðiseftirlitsins Guðjóna Björk Sigurðardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands, segir að ákveðið hafi verið að bíða með götusópun vegna mögulegrar úrkomu. „Við erum að skoða málið og metum aðstæður út frá veðri næstu daga. Við vinnum í samvinnu við Heilbrigðiseftirlitið. Ef við verðum kölluð til og rykið orðið of mikið munum við bregðast við,“ segir Guðjóna. „Spáin er þannig núna, að mögulega er von á úrkomu og jafnvel snjókomu. Á meðan munum við halda að okkur höndum. Það er mikill sandur á götum og gangstígum eftir alla hálkuna, en við viljum ekki fara út í það að sópa nema útlit sé fyrir að það verði þurrt.“Vísir/DaníelUPPFÆRT 12:38 Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að styrkur svifryks (PM10) verði líklega yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag, miðvikudaginn, 19. febrúar.Töluverður vindur er í Reykjavík ídag, götur þurrar og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru litlar líkur á úrkomu fyrr en í nótt. Klukkan 11:30 í morgun var hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi 488 míkrógrömm á rúmmetra en sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.Næstu daga er búist við að einhverri vætu en miklum vindi sem getur þyrlað upp ryki af þurri jörðu og valdið rykmengun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu að forðast miklar umferðargötur.Hægt er að fylgjast með styrk svifryks áwww.reykjavik.is/loftgaedien þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík m.a. mælistöð á Grensásvegi. Önnur loftgæðafarstöðva Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að þessu sinni staðsett við leikskólann Hólaborg við Suðurhóla. Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Mikið svifryk er núna yfir Reykjavík og mælast loftgæði við Grensás mjög slæm þar sem 488,1 míkrógrömm af ryki í hverjum rúmmetra mælist. Á skala heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar eru léleg loftgæði þegar yfir hundrað míkrógrömm mælast í rúmmetra. Einstaklingar með ofnæmi og/eða harta- eða lungnasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun og þá sérstaklega í nánd við miklar umferðargötur. „Það er mikið ryk í umhverfinu,“ segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Það er mjög þurrt og búið að sanda gangstéttir og salta götur mikið undanfarið. Allt þetta ryk er líka að fjúka úr umferðareyjunum.“ „Í gær litu tölurnar vel út, en í gærkvöldi byrjaði að vindurinn að blása. Þá ruku tækin upp við Grensásveg. Veðrið skiptir ótrúlega miklu máli.“ Mögulegt er að skoða línurit og frekari upplýsingar yfir svifryksmælingar hér. Ekki er von á vætu á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í fyrsta lagi í nótt.Nú fyrir skömmu mældust 488 míkrógrömm af svifryki í rúmmetra á Grensás.Mynd/Skjáskot af síðu heilbrigðiseftirlitsins Guðjóna Björk Sigurðardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands, segir að ákveðið hafi verið að bíða með götusópun vegna mögulegrar úrkomu. „Við erum að skoða málið og metum aðstæður út frá veðri næstu daga. Við vinnum í samvinnu við Heilbrigðiseftirlitið. Ef við verðum kölluð til og rykið orðið of mikið munum við bregðast við,“ segir Guðjóna. „Spáin er þannig núna, að mögulega er von á úrkomu og jafnvel snjókomu. Á meðan munum við halda að okkur höndum. Það er mikill sandur á götum og gangstígum eftir alla hálkuna, en við viljum ekki fara út í það að sópa nema útlit sé fyrir að það verði þurrt.“Vísir/DaníelUPPFÆRT 12:38 Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að styrkur svifryks (PM10) verði líklega yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag, miðvikudaginn, 19. febrúar.Töluverður vindur er í Reykjavík ídag, götur þurrar og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru litlar líkur á úrkomu fyrr en í nótt. Klukkan 11:30 í morgun var hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi 488 míkrógrömm á rúmmetra en sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.Næstu daga er búist við að einhverri vætu en miklum vindi sem getur þyrlað upp ryki af þurri jörðu og valdið rykmengun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu að forðast miklar umferðargötur.Hægt er að fylgjast með styrk svifryks áwww.reykjavik.is/loftgaedien þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík m.a. mælistöð á Grensásvegi. Önnur loftgæðafarstöðva Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að þessu sinni staðsett við leikskólann Hólaborg við Suðurhóla.
Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira