Cesc Fabregas, leikmaður Barcelona, segir sigur liðsins á Manchester City í kvöld hafa verið frábæran og að það hafi verið gott að þagga niður í ákveðnum einstaklingum.
„Stuðningsmennirnir settu svo mikla pressu á okkur og þess vegna er þessi sigur svo sérstakur. Við vildum koma okkar á framfæri og gerðum það mjög vel,“ sagði Fabregas eftir leikinn sem Barcelona vann, 2-0.
„Sumir töluðu heldur of mikið fyrir leikinn og nú verða þeir að þegja næstu dagana,“ bætti hann við.
