Zlatan Ibrahimovic og félagar í PSG eru svo gott sem komnir áfram í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 4-0 sigur á Bayer Leverkusen í Þýskalandi í kvöld.
Blaise Matuidi gaf tóninn strax á þriðju mínútu en Zlatan jók svo muninn í 3-0 með tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiksins.
Fyrra mark Svíans ótrúlega kom úr vítaspyrnu á 39. mínútu en hitt kom þremur mínútum síðar. Það var sérlega glæsilegt en Zlatan skoraði þá með þrumufleyg rétt utan vítateigs.
Yohan Cabaye, sem kom til PSG frá Newcastle í síðasta mánuði, innsiglaði svo sigurinn með marki rétt undir lok leiksins.
Emir Spahic, leikmaður Leverkusen, fékk að líta sína aðra áminningu í leiknum á 59. mínútu en PSG var þá þegar komið í 3-0 forystu.
Liðin eiga eftir að mætast öðru sinni í rimmu þeirra í 16-liða úrslitum en sá leikur fer fram í París. Staða PSG er því ansi væn.
Zlatan fór illa með Þjóðverjana
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti



„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
