Tveir meðlimir pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot, Maria Alyokhina og Nadezhda Tolokonnikova, voru handteknir á göngu sinn um Sotsjí í dag.
Þetta kemur fram í frétt Reuters um málið.
Tolokonnikova sagði á Twitter síðu sinni að þær stöllur hafi einungis verið á göngu um borgina þegar þær voru handteknar.
Konurnar sögðu lögregluna hafa hent þeim inn í lögreglubíl og ásaka þær um glæp en að þær hafi engar nánari útskýringar fengið.
Meðlimirnir voru nýkomnir aftur til Rússlands eftir að hafa verið á tónleikaferðalagi um Evrópu og Bandaríkin í kjölfar náðunar Pútíns í aðdraganda leikanna. Þær höfðu verið dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir gjörning er beindist gegn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni í febrúar 2012.