Erlent

Enn snjóar á austurströnd Bandaríkjanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Skíðagöngukona í Washington DC.
Skíðagöngukona í Washington DC. Vísir/AFP Nordic
Snjóbylur hefur gengið yfir austurströnd Bandaríkjanna á síðust dögum. Um það bil hálf milljón heimila eru án rafmagns og ekki verður af nærri þúsund flugferðum í dag. Götur Washington DC voru svo gott sem tómar í gær, eftir að opinberum vinnustöðum var lokað.

Í það minnsta 21 hefur látist vegna veðursins og þar á meðal ólétt kona sem varð fyrir snjóplóg á bílastæði í New York. Rafmagn fór af rúmlega milljón heimila og fyrirtækja og enn eru um 550.000 án rafmagns.

Mörgum skólum á austurströndinni var lokað, en ekki í New York. Bill de Blasio, borgarstjóri, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir að loka ekki skólum borgarinnar, en margir telja hættulegt að láta foreldra og börn ferðast við þessar kringumstæður.

De Blasio segist þó vera viss um að börn komist í skóla sína og sagði að borgin hefði einungis lokað skólum vegna veðurs ellefu sinnum frá 1973.

Vísir/AFP Nordic
Vísir/AFP Nordic
Vísir/AFP Nordic



Fleiri fréttir

Sjá meira


×