Kevin Durant átti enn einn stórleikinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Oklahoma vann Lakers, 107-103.
Durant skoraði 43 stig í leiknum, þar af 19 í fjórða leikhluta, sem gestirnir unnu með 14 stiga mun og átu upp forskot Lakers-manna.
Durant bætti svo við 12 fráköstum og 7 stoðsendingum en honum halda engin bönd þessa dagana. WesleyJohnson og Chris Kaman skoruðu báðir 19 stig fyrir Lakers.
Þetta var sjöunda tap Lakers í röð á heimavelli sem er met í sögu félagsins en þetta mikla stórveldi er í næstneðsta sæti vesturdeildarinnar með 18 sigra og 35 töp.
Einn annar leikur fór fram í nótt en deildin fer nú í hlé til 19. febrúar vegna stjörnuleiksins. Chicago Bulls þá vann öruggan heimasigur á Brooklyn Nets, 92-76.
JoakimNoah bauð upp á myndarlega tvennu fyrir Bulls með 14 stigum og 13 fráköstum en hann var nálægt sinni annarri þrennu í röð. Hann gaf 7 stoðsendingar og vantaði aðeins þrjá slíkar upp á þrennuna.
Bulls heldur áfram að gera góða hluti þrátt fyrir að því vanti sinn besta leikmann, DerrickRose, en þetta gífurlega vel þjálfaða lð er í fjórða sæti austurdeildarinnar með 27 sigra og 25 töp.
Í spilaranum hér að ofan má sjá brot úr leik Oklahoma og Lakers í nótt þar sem Kevin Durant raðar niður körfunum.
Úrslit næturinnar:
Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 103-107
Chicago Bulls - Brooklyn Nets 92-76
Heildarstaðan.
Durant skoraði 43 stig og Lakers tapaði 7. heimaleiknum í röð
Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

