Framleiðsla taskanna fer þannig fram að hágæðaleður er lagt undir ofuröfluga Mercedes Benz bíla og spólað myndarlega á því. Það er síðan notað í stærstu fleti taskanna. Kaupendur geta valið allt frá smæstu minnistöskum til stórra ferðataska.
En það er ekki ódýrt að skarta hágæðatösku sem spólað hefur verið á af Mercedes Benz CLS63 AMG Shooting Brake því þær kosta frá 122.000 til 308.000 króna.
Áhugasamir hafa þó alltaf val um það að gera svona töskur sjálfir, hafi þeir yfir að ráð bíl sem spólað getur rösklega og yrði þær örugglega ódýrari fyrir vikið. Sjá má framleiðslu taskanna í myndskeiðinu.
