Renault græðir á Dacia Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2014 13:14 Höfuðstöðvar Renault. Automotive News Hagnaður franska bílaframleiðandans Renault meira en tvöfaldaðist á síðast ári frá árinu á undan og er það ekki síst að þakka góðu gengi Dacia bílframleiðandans í Rúmeníu, sem er í eigu Renault. Renault er sá eini af fimm stærstu bílaframleiðendunum í Evrópu sem seldi fleiri bíla í Evrópu í fyrra en árið áður. Sá árangur er líka Dacia að þakka, en vöxtur þar á milli ára í Evrópu nam 23%, en sala Renault bíla í álfunni minnkaði um 1,5%. Renault ætlar að sækja mjög á fjarlægum mörkuðum vegna viðvarandi dræmrar sölu bíla í Evrópu og hefur það að markmiði að tvöfalda sölu sína í Indlandi og ætlar einnig að reisa samsetningarverksmiðju í Kína sem opna á árið 2016. Heildarsala Renault og Dacia á síðasta ári var 2,63 milljón bílar. Dacia Duster hefur selst vel í Evrópu, enda ódýr. Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Hagnaður franska bílaframleiðandans Renault meira en tvöfaldaðist á síðast ári frá árinu á undan og er það ekki síst að þakka góðu gengi Dacia bílframleiðandans í Rúmeníu, sem er í eigu Renault. Renault er sá eini af fimm stærstu bílaframleiðendunum í Evrópu sem seldi fleiri bíla í Evrópu í fyrra en árið áður. Sá árangur er líka Dacia að þakka, en vöxtur þar á milli ára í Evrópu nam 23%, en sala Renault bíla í álfunni minnkaði um 1,5%. Renault ætlar að sækja mjög á fjarlægum mörkuðum vegna viðvarandi dræmrar sölu bíla í Evrópu og hefur það að markmiði að tvöfalda sölu sína í Indlandi og ætlar einnig að reisa samsetningarverksmiðju í Kína sem opna á árið 2016. Heildarsala Renault og Dacia á síðasta ári var 2,63 milljón bílar. Dacia Duster hefur selst vel í Evrópu, enda ódýr.
Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira