Hjördís Svan úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Þegar Hjördís mætti á lögreglustöðina á mánudagsmorgunn var hún fyrirvaralaust sett í varðhald án útskýringa en samkvæmt dönskum lögum má aðeins halda Hjördísi í sólarhring í án dómsúrskurðar.
Samkvæmt heimildum Vísis var úrskurði dómara áfrýjað og nú hefur Hjördís verið úrskurðuð í áðurnefnt gæsluvarðhald.
Enginn hefur fengið að heimsækja eða tala við Hjördísi frá því á mánudag, ekki einu sinni lögmaður hennar, sem fékk þó að láta hana hafa peninga.
Tengdar fréttir

Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu
Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar.

Hjördís Svan verður afhent dönskum yfirvöldum
Hæstiréttur staðfesti síðdegis í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra í máli gegn Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur.

Afhenda þarf Hjördísi dönskum yfirvöldum innan fimm sólarhringa
Ríkissaksóknari hefur falið ríkislögreglustjóra framkvæmd afhendingar Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur til danskra yfirvalda.

Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum
Umboðsmaður Hjördísar Svan kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og Kim Gram Laursen hennar var komið á framfæri.

Hjördís Svan handtekin í gærmorgun
Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum.

Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur
Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust.

"Held áfram að berjast fyrir þeim“
Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins.