42 Prius bílar innkallaðir á Íslandi 12. febrúar 2014 11:37 Toyota Prius Toyota hefur ákveðið að innkalla tæplega tvær milljónir Prius bíla á heimsvísu eftir að upp komst um hugbúnaðarvillu sem getur valdið því að bílarnir nema staðar. Fyrirtækið segir að því hafi borist ellefu tilkynningar frá Evrópu um hugbúnaðarvandann sem hefur þó enn ekki valdið slysum eða alvarlegu tjóni. Komi vandinn upp í bílnum eru líkur á því að hann skipti yfir á hina svokölluðu „Failsafe" stillingu sem gerir honum kleift að aka áfram en með minna afli. Toyota hefur tekið fram að aðrir bílar fyrirtækisins búi ekki við sama vanda enda keyri þeir á öðru kerfi. Íslenskir ökumenn munu ekki fara varhuga af innkölluninni en 42 Prius eigendur munu fá bréf á næstu dögum. Páll Þorsteinsson, talsmaður Toyota, segir að eigendur fái boð frá Toyota umboðinu þegar íhlutir í bílana séu komnir til landsins og ítrekar Páll að ekki stafi mikil hætta stafi af biluninni. Nánari upplýsingar veitir Toyota á Íslandi. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent
Toyota hefur ákveðið að innkalla tæplega tvær milljónir Prius bíla á heimsvísu eftir að upp komst um hugbúnaðarvillu sem getur valdið því að bílarnir nema staðar. Fyrirtækið segir að því hafi borist ellefu tilkynningar frá Evrópu um hugbúnaðarvandann sem hefur þó enn ekki valdið slysum eða alvarlegu tjóni. Komi vandinn upp í bílnum eru líkur á því að hann skipti yfir á hina svokölluðu „Failsafe" stillingu sem gerir honum kleift að aka áfram en með minna afli. Toyota hefur tekið fram að aðrir bílar fyrirtækisins búi ekki við sama vanda enda keyri þeir á öðru kerfi. Íslenskir ökumenn munu ekki fara varhuga af innkölluninni en 42 Prius eigendur munu fá bréf á næstu dögum. Páll Þorsteinsson, talsmaður Toyota, segir að eigendur fái boð frá Toyota umboðinu þegar íhlutir í bílana séu komnir til landsins og ítrekar Páll að ekki stafi mikil hætta stafi af biluninni. Nánari upplýsingar veitir Toyota á Íslandi.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent