Framleiðslu Indlandsbílsins Suzuki Maruti hætt Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2014 15:11 Suzuki Maruti 800. Sá bíll sem segja má að hafi komið Indverjum inní bílaöldina er sannarlega Suzuki Maruti, en hann hefur verið framleiddur í nær óbreyttri mynd í 31 ár. Þessi bíll hefur frá upphafi verið knúinn 37 hestafla 0,8 lítra vél en hún er einmitt ástæðan fyrir því að nú verður að hætta framleiðslu bílsins. Vélin stenst ekki lengur mengunarkröfur í Indlandi. Saga Suzuki í Indlandi er hreint mögnuð en á tímabili átti Suzuki nær 90% bílamarkaðarins þar í landi, en nú er markaðshlutdeild Suzuki komin niður í um 43%. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa áttað sig á því hversu stór markaður er fyrir bíla í landinu fjölmenna og því fer hlutdeild Suzuki lækkandi. meira en 60% af framleiðslu Suzuki í heiminum öllum er seld í Indlandi. Heildarframleiðsla Suzuki er um 2,9 milljón bílar og tæplega 1,9 milljónir þeirra eru seldir í Indlandi. Suzuki hefur alls framleitt 2,7 milljónir eintaka af Suzuki Maruti og í ljósi verðs hans í Indlandi er ekki nema von að hann hafi verið vinsæll en þar kostar hann 435.000 krónur. Enn er hægt að fá bílinn í Indlandi en það mun ekki standa lengi og allt eins víst að barist verði um síðustu eintök hans. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent
Sá bíll sem segja má að hafi komið Indverjum inní bílaöldina er sannarlega Suzuki Maruti, en hann hefur verið framleiddur í nær óbreyttri mynd í 31 ár. Þessi bíll hefur frá upphafi verið knúinn 37 hestafla 0,8 lítra vél en hún er einmitt ástæðan fyrir því að nú verður að hætta framleiðslu bílsins. Vélin stenst ekki lengur mengunarkröfur í Indlandi. Saga Suzuki í Indlandi er hreint mögnuð en á tímabili átti Suzuki nær 90% bílamarkaðarins þar í landi, en nú er markaðshlutdeild Suzuki komin niður í um 43%. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa áttað sig á því hversu stór markaður er fyrir bíla í landinu fjölmenna og því fer hlutdeild Suzuki lækkandi. meira en 60% af framleiðslu Suzuki í heiminum öllum er seld í Indlandi. Heildarframleiðsla Suzuki er um 2,9 milljón bílar og tæplega 1,9 milljónir þeirra eru seldir í Indlandi. Suzuki hefur alls framleitt 2,7 milljónir eintaka af Suzuki Maruti og í ljósi verðs hans í Indlandi er ekki nema von að hann hafi verið vinsæll en þar kostar hann 435.000 krónur. Enn er hægt að fá bílinn í Indlandi en það mun ekki standa lengi og allt eins víst að barist verði um síðustu eintök hans.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent