Toyota hættir framleiðslu í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2014 09:46 Úr verksmiðju Toyota í Ástralíu. Framleiðsla bíla í Ástralíu er að líða undir lok, en hver bílaframleiðandinn á fætur öðrum hefur tekið ákvörðun um það að hætta framleiðslu þar í landi. Sá síðasti sem tekur þessa ákvörðun er Toyota en það markar líka þau tímamót að enginn bílaframleiðandi stendur eftir þegar Toyota lokar verksmiðju sinni árið 2017. Toyota ætlar engu að síður að halda áfram sölu bíla í Ástralíu en þeir verða allir fluttir inn til landins. Forsvarsmenn Toyota segja að þeir hafi reynt allt til að halda framleiðslunni áfram en verið tilneyddir til að hætta henni þar sem of margir neikvæðir þættir spili inní. Fyrir vikið missa 2.500 manns starfið í verksmiðjum Toyota þar, auk stjórnenda. Ford og GM hafa tekið ákvörðun um að hætta framleiðslu í Ástralíu og Mitsubishi hætti árið 2008. Því stendur enginn bílaframleiðandi eftir og leggst því bílaframleiðsla alveg af í álfunni eftir 2017. Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Framleiðsla bíla í Ástralíu er að líða undir lok, en hver bílaframleiðandinn á fætur öðrum hefur tekið ákvörðun um það að hætta framleiðslu þar í landi. Sá síðasti sem tekur þessa ákvörðun er Toyota en það markar líka þau tímamót að enginn bílaframleiðandi stendur eftir þegar Toyota lokar verksmiðju sinni árið 2017. Toyota ætlar engu að síður að halda áfram sölu bíla í Ástralíu en þeir verða allir fluttir inn til landins. Forsvarsmenn Toyota segja að þeir hafi reynt allt til að halda framleiðslunni áfram en verið tilneyddir til að hætta henni þar sem of margir neikvæðir þættir spili inní. Fyrir vikið missa 2.500 manns starfið í verksmiðjum Toyota þar, auk stjórnenda. Ford og GM hafa tekið ákvörðun um að hætta framleiðslu í Ástralíu og Mitsubishi hætti árið 2008. Því stendur enginn bílaframleiðandi eftir og leggst því bílaframleiðsla alveg af í álfunni eftir 2017.
Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira