Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Afturelding 35-22 | ÍR hélt kjúklingaveislu Elvar Geir Magnússon skrifar 28. febrúar 2014 19:15 Vísir/Valli Ungt lið Aftureldingar mölbrotnaði í seinni hálfleik gegn ÍR í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í dag. Framan af var baráttan hörð milli liðanna en yfirburðir ÍR-inga þegar á leið voru algjörir. Úrslitin urðu 35-22. Mosfellingar komust aldrei yfir í leiknum en um miðjan fyrri hálfleikinn byrjaði að skilja á milli. ÍR nýtti sér dapran varnarleik andstæðingana og hafði fjögurra marka forystu í hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson markvörður kom svo í rammann hjá ÍR í seinni hálfleik og sá til þess að leikurinn varð ekki spennandi. Breiðhyltingar voru í banastuði og Bjarki Sigurðsson þjálfari gat leyft sér að hvíla lykilmenn. Arnór varði 18 skot í seinni hálfleik en markahæstur í leiknum var Arnar Birkir Hálfdánsson sem skoraði 8 mörk. Böðvar Páll Ásgeirsson var með 6 fyrir Aftureldingu. Pressan fyrir leik var á ÍR. Liðið er í 5. sæti efstu deildar en Afturelding á toppi B-deildarinnar. ÍR stóðst pressuna og rúmlega það á meðan ungt lið Mosfellinga fór í þúsund mola á stóra gula sviðinu í Laugardalshöll.Bjarki Sigurðsson: Þeir virkuðu taugaveiklaðir„Liðsheildin var sterk og hún skóp þetta. Í fyrri hálfleik vorum við að finna hvernig andstæðingurinn væri að spila og fara yfir skipulagið þeirra," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir sigurinn stóra. „Varnarleikurinn var aðeins á hælunum í fyrri hálfleik en við löguðum það í hálfleik með því að fara vel yfir hlutina. Þegar Arnór kom heitur inn í seinni hálfleik þá efldist sjálfstraustið og varnarleikurinn þéttist. Við spiluðum frábæran seinni hálfleik." „Það var að sjálfsögðu pressa á okkur að klára þetta. En Afturelding er að koma í fyrsta sinn í Höllina með svona marga unga stráka og þeir virkuðu taugaveiklaðir." Bjarki segir það hafa verið þægilegt að hafa svona örugga forystu í seinni hálfleik og getað rúllað á mannskapnum enda úrslitaleikurinn strax á morgun. „Þegar 15 mínútur voru eftir var hægt að hvíla lykilleikmenn og ég gerði það."Konráð: Þeir voru númeri of stórir„Liðið brotnaði illa og það mátti kannski búast við því. Þetta eru ungir strákar og búið var að byggja upp hátt spennustig. Þegar það brotnaði þá brotnaði það í mél," sagði Konráð Olavsson, þjálfari Aftureldingar. „Það vantaði meiri klókindi sóknarlega í seinni hálfleik, við fengum ódýr mörk á okkur úr hraðaupphlaupum og þá var leikurinn farinn." „Þetta fer í reynslubankann. Það er engin klisja að segja það í þessu tilfelli. Við þurfum bara að skoða þennan leik í rólegheitum." „Við reyndum ýmislegt sem ekki gekk upp. Eftirá að hyggja voru þeir bara númeri of stórir og við misstum móðinn í lokin. Markmið númer eitt er að taka deildina." Olís-deild karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Sjá meira
Ungt lið Aftureldingar mölbrotnaði í seinni hálfleik gegn ÍR í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í dag. Framan af var baráttan hörð milli liðanna en yfirburðir ÍR-inga þegar á leið voru algjörir. Úrslitin urðu 35-22. Mosfellingar komust aldrei yfir í leiknum en um miðjan fyrri hálfleikinn byrjaði að skilja á milli. ÍR nýtti sér dapran varnarleik andstæðingana og hafði fjögurra marka forystu í hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson markvörður kom svo í rammann hjá ÍR í seinni hálfleik og sá til þess að leikurinn varð ekki spennandi. Breiðhyltingar voru í banastuði og Bjarki Sigurðsson þjálfari gat leyft sér að hvíla lykilmenn. Arnór varði 18 skot í seinni hálfleik en markahæstur í leiknum var Arnar Birkir Hálfdánsson sem skoraði 8 mörk. Böðvar Páll Ásgeirsson var með 6 fyrir Aftureldingu. Pressan fyrir leik var á ÍR. Liðið er í 5. sæti efstu deildar en Afturelding á toppi B-deildarinnar. ÍR stóðst pressuna og rúmlega það á meðan ungt lið Mosfellinga fór í þúsund mola á stóra gula sviðinu í Laugardalshöll.Bjarki Sigurðsson: Þeir virkuðu taugaveiklaðir„Liðsheildin var sterk og hún skóp þetta. Í fyrri hálfleik vorum við að finna hvernig andstæðingurinn væri að spila og fara yfir skipulagið þeirra," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir sigurinn stóra. „Varnarleikurinn var aðeins á hælunum í fyrri hálfleik en við löguðum það í hálfleik með því að fara vel yfir hlutina. Þegar Arnór kom heitur inn í seinni hálfleik þá efldist sjálfstraustið og varnarleikurinn þéttist. Við spiluðum frábæran seinni hálfleik." „Það var að sjálfsögðu pressa á okkur að klára þetta. En Afturelding er að koma í fyrsta sinn í Höllina með svona marga unga stráka og þeir virkuðu taugaveiklaðir." Bjarki segir það hafa verið þægilegt að hafa svona örugga forystu í seinni hálfleik og getað rúllað á mannskapnum enda úrslitaleikurinn strax á morgun. „Þegar 15 mínútur voru eftir var hægt að hvíla lykilleikmenn og ég gerði það."Konráð: Þeir voru númeri of stórir„Liðið brotnaði illa og það mátti kannski búast við því. Þetta eru ungir strákar og búið var að byggja upp hátt spennustig. Þegar það brotnaði þá brotnaði það í mél," sagði Konráð Olavsson, þjálfari Aftureldingar. „Það vantaði meiri klókindi sóknarlega í seinni hálfleik, við fengum ódýr mörk á okkur úr hraðaupphlaupum og þá var leikurinn farinn." „Þetta fer í reynslubankann. Það er engin klisja að segja það í þessu tilfelli. Við þurfum bara að skoða þennan leik í rólegheitum." „Við reyndum ýmislegt sem ekki gekk upp. Eftirá að hyggja voru þeir bara númeri of stórir og við misstum móðinn í lokin. Markmið númer eitt er að taka deildina."
Olís-deild karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Sjá meira