Volkswagen með nýjan jeppling í Genf Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2014 10:34 Nú fer að styttast í opnun bílasýningarinnar í Genf og bílaframleiðendur keppast við að birta myndir af þeim nýju bílum sem þar munu sjást. Einn þeirra sem vafalaust munu vekja mikla athygli þar er þessi nýi jepplingur frá Volkswagen sem ber nafnið T-Roc. Volkswagen-menn segja að með svip þessa bíls horfi Volkswagen til framtíðar hvað útlit jepplinga fyrirtækisins varðar. Á síðustu árum hefur Volkswagen kynnt tilraunabíla eins og CrossBlue, Cross Coupe og Taigun og nú sést einn enn í formi T-Roc. Volkswagen fullyrðir að hér sé ekki á ferð framleiðslubíll sem sé langt kominn í þróun til fjöldaframleiðslu, heldur hreinræktaður tilraunabíll. Hann er fjögurra sæta og fjarlægja má af honum þakið fyrir bjarta daga. Hann stendur hátt á vegi og er furðu breiður miðað við aðra jepplinga og því ári grimmilegur. Vélin er 182 hestafla og tveggja lítra með 230 Nm tog sem tengd er við 7 gíra PDK gírkassa. Að sjálfsögðu er bíllinn fjórhjóladrifinn með 4Motion drifi Volkswagen og bíllinn er byggður á hinum sveigjanlega MQB undirvagni sem flestir bílar Volkswagen fjölskyldunnar eru byggðir á nú um stundir. Bíllinn er nokkuð léttur, eða 1.420 kíló og með nokkuð öflugri dísilvél er hann aðeins 6,9 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 210 km/klst. Hann eyðir þó aðeins 4,9 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Í bílnum er 12,3 tommu upplýsingaskjár og margt af þeirri tækni sem sést í bílnum er fengið frá hinum nýja Audi TT. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent
Nú fer að styttast í opnun bílasýningarinnar í Genf og bílaframleiðendur keppast við að birta myndir af þeim nýju bílum sem þar munu sjást. Einn þeirra sem vafalaust munu vekja mikla athygli þar er þessi nýi jepplingur frá Volkswagen sem ber nafnið T-Roc. Volkswagen-menn segja að með svip þessa bíls horfi Volkswagen til framtíðar hvað útlit jepplinga fyrirtækisins varðar. Á síðustu árum hefur Volkswagen kynnt tilraunabíla eins og CrossBlue, Cross Coupe og Taigun og nú sést einn enn í formi T-Roc. Volkswagen fullyrðir að hér sé ekki á ferð framleiðslubíll sem sé langt kominn í þróun til fjöldaframleiðslu, heldur hreinræktaður tilraunabíll. Hann er fjögurra sæta og fjarlægja má af honum þakið fyrir bjarta daga. Hann stendur hátt á vegi og er furðu breiður miðað við aðra jepplinga og því ári grimmilegur. Vélin er 182 hestafla og tveggja lítra með 230 Nm tog sem tengd er við 7 gíra PDK gírkassa. Að sjálfsögðu er bíllinn fjórhjóladrifinn með 4Motion drifi Volkswagen og bíllinn er byggður á hinum sveigjanlega MQB undirvagni sem flestir bílar Volkswagen fjölskyldunnar eru byggðir á nú um stundir. Bíllinn er nokkuð léttur, eða 1.420 kíló og með nokkuð öflugri dísilvél er hann aðeins 6,9 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 210 km/klst. Hann eyðir þó aðeins 4,9 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Í bílnum er 12,3 tommu upplýsingaskjár og margt af þeirri tækni sem sést í bílnum er fengið frá hinum nýja Audi TT.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent