Hinn portúgalski stjóri Chelsea, Jose Mourinho, var nokkuð sáttur með að fara frá Tyrklandi með jafntefli. Hans menn gerðu í kvöld 1-1 jafntefli við Galatasaray í Meistaradeildinni. Þetta var fyrri leikur liðanna.
"Svona er tyrkneskur fótbolti, það er mikið um tilfinningar. Galatasaray er gott lið með góðum leikmönnum," sagði Mourinho en hann vildi meira í fyrri hálfleik.
"Við fengum tækifæri til þess að slátra leiknum í fyrri hálfleik. Ég er ekki að gagnrýna framherjana mína en þeir fengu tækifæri til að skora annað mark. Það hefði breytt leiknum.
"Þeir settu okkur undir pressu í síðari hálfleik. Við lentum samt ekki í vandræðum þar til þeir jöfnuðu leikinn. Ég get ekki kvartað enda vorum við í vandræðum með Mikel og Oscar og fleiri sem ég gat ekki notað."
Stemningin á vellinum í kvöld var mögnuð og Mourinho vill fá flotta stemningu í seinni leiknum á Englandi.
"Ég bið aðeins um 10 prósent af þessari stemningu. Áhorfendur gáfu Galatasaray rosalega mikið."
Mourinho: Fengum tækifæri til þess að slátra leiknum

Mest lesið

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn
Íslenski boltinn

Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United
Enski boltinn

Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti
Enski boltinn





Bayern varð sófameistari
Fótbolti
