Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Jóhannes Stefánsson skrifar 26. febrúar 2014 17:51 Sigríður Ingibjörg segir Bjarna hafa beðið Katrínu Júlíusdóttur um að "róa sig,“ en slíkt sé dæmi um þekkt bragð þeirra sem vilja niðurlægja konur. „Hann leyfði sér það bragð, sem þekkt er gagnvart konum að segja við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir almennum þingmönnum hér og ég ætlast til þess að forseti minn líði ekki slíkt hér í þingsal,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir vegna ummæla Bjarna Benediktssonar sem bað Katrínu Júlíusdóttur um að „róa sig“ eftir að hún hafði kallað hann „helvítis dóna.“ Mörg stór orð hafa verið látin falla á Alþingi í dag. Skömmu áður en Sigríður Ingibjörg sakaði Bjarna um kvenfyrirlitningu hafði Katrín Júlíusdóttir sagt fjármálaráðherra vera „helvítis dóna,“ í lok ræðu sinnar um fundarstjórn á þinginu í dag. Í kjölfar ummæla Katrínar sagði fjármálaráðherra: „Hér fyrir nokkrum ræðum stóð háttvirtur þingmaður Katrín Júlíusdóttir og sagði að það væru engin mál á dagskránni. Af því tilefni fannst mér sjálfsagt að leggja hér í ræðustól dagskrá þingsins en það eru 25 mál á dagskrá Alþingis í dag.“ „Ég hvorki kastaði neinum pappírum í háttvirtan þingmann, eins og síðan hefur verið sagt, eða réðist á hana eða truflaði með nokkrum hætti, ég bara lagði hérna í pontu dagskrá Alþingis,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þetta er dagskráin. Af því tilefni tók ég eftir því að þingmaður hreytti síðan eftir ræðuna í mig ókvæðisorðum. Það er allt í lagi og má alveg vera þannig.“Svöruðu Bjarna í sömu mynt Í þann mund sem Bjarni lét þessi orð falla komu þær Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir að ræðupúltinu þar sem Bjarni stóð og flutti ræðu sína og lögðu pappíra og bönkuðu með hnefanum í pontuna, sem Katrín hafði örfáum mínútum áður talið tilefni til að kalla fjármálaráðherra „helvítis dóna.“ Vegna þessa sagði fjármálaráðherra, sem enn stóð í pontu: „Háttvirtir þingmenn sem eru að biðja um að menn sýni háttvísi hérna í salnum ættu þá að gera slíkt hið sama sjálfir.“ Tengdar fréttir „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Hann leyfði sér það bragð, sem þekkt er gagnvart konum að segja við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir almennum þingmönnum hér og ég ætlast til þess að forseti minn líði ekki slíkt hér í þingsal,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir vegna ummæla Bjarna Benediktssonar sem bað Katrínu Júlíusdóttur um að „róa sig“ eftir að hún hafði kallað hann „helvítis dóna.“ Mörg stór orð hafa verið látin falla á Alþingi í dag. Skömmu áður en Sigríður Ingibjörg sakaði Bjarna um kvenfyrirlitningu hafði Katrín Júlíusdóttir sagt fjármálaráðherra vera „helvítis dóna,“ í lok ræðu sinnar um fundarstjórn á þinginu í dag. Í kjölfar ummæla Katrínar sagði fjármálaráðherra: „Hér fyrir nokkrum ræðum stóð háttvirtur þingmaður Katrín Júlíusdóttir og sagði að það væru engin mál á dagskránni. Af því tilefni fannst mér sjálfsagt að leggja hér í ræðustól dagskrá þingsins en það eru 25 mál á dagskrá Alþingis í dag.“ „Ég hvorki kastaði neinum pappírum í háttvirtan þingmann, eins og síðan hefur verið sagt, eða réðist á hana eða truflaði með nokkrum hætti, ég bara lagði hérna í pontu dagskrá Alþingis,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þetta er dagskráin. Af því tilefni tók ég eftir því að þingmaður hreytti síðan eftir ræðuna í mig ókvæðisorðum. Það er allt í lagi og má alveg vera þannig.“Svöruðu Bjarna í sömu mynt Í þann mund sem Bjarni lét þessi orð falla komu þær Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir að ræðupúltinu þar sem Bjarni stóð og flutti ræðu sína og lögðu pappíra og bönkuðu með hnefanum í pontuna, sem Katrín hafði örfáum mínútum áður talið tilefni til að kalla fjármálaráðherra „helvítis dóna.“ Vegna þessa sagði fjármálaráðherra, sem enn stóð í pontu: „Háttvirtir þingmenn sem eru að biðja um að menn sýni háttvísi hérna í salnum ættu þá að gera slíkt hið sama sjálfir.“
Tengdar fréttir „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52