„Ekki bera neinn saman við Michael Jordan“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. febrúar 2014 10:06 Horace Grant, hér lengst til hægri, ásamt Michael Jordan og John Paxson. „Ekki bera neinn saman við Michael Jordan," var meðal þess sem Horace Grant sagði í viðtali við íþróttafréttamanninn Bill Simmons í þættinum BS Report í gær. Grant fór yfir 17 ára feril sinn í viðtalinu. Hann lék með Michael Jordan og Scottie Pippen hjá Chicago Bulls og vann með þeim þrjá meistaratitla; 1991, '92 og '93. Hann flutti sig þá yfir til Orlando Magic og lék með hinu magnaða tvíeyki Shaquille O'Neal og Anfernee „Penny“ Hardaway. Það lið komst í úrslit 1995 en tapaði gegn Houston Rockets. Grant lék aftur með Shaq, hjá Los Angeles Lakers, tímabilið 2000 - 2001. Þar lék hann einnig með Kobe Bryant. Horace Grant sagði að ekki væri hægt að bera neinn saman við Jordan. Hann væri einfaldlega bestur. „Ekkert lið gat sigrað Chicago Bulls þegar Jordan var í sínu besta formi. Með fullri virðingu fyrir öllum, enginn hefði getað sigrað hann. Hann fann alltaf leið til þess að vinna leiki," útskýrði Grant. Grant sagði frá stemningunni inni í klefa Bulls eftir frægt atvik þegar Scottie Pippen neitaði að fara inn á völlinn á lokasekúndum leiks gegn New York Knicks, eftir að Phil Jackson, þjálfari liðsins, fyrirskipaði Toni Kukoc að taka síðasta skot leiksins. „Bill Cartwright lét Pippen heyra það. Þegar Pippen sá mann eins og Cartwright, með tárin í augunum, rann upp fyrir honum hversu mikil mistök hann hafði gert. En við fyrirgáfum honum," útskýrði Grant. Hann sagði einnig að Bulls-liðið hefði væntanlega unnið níu titla ef því hefði verið haldið saman á 10. áratugnum. Hann sagði einnig að stór egó hafi eyðilegt flest liðin sem hann hafi spilað í. „Þetta snerist of mikið um hver fékk að leggja í bestu bílastæðin og hver fékk bestu auglýsingasamningana, þetta var ótrúlegt." Hér að neðan má sjá helstu tilþrif Horace Grant og hlusta í leiðinni á Hip-hop tónlist frá 10. áratugnum. NBA Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
„Ekki bera neinn saman við Michael Jordan," var meðal þess sem Horace Grant sagði í viðtali við íþróttafréttamanninn Bill Simmons í þættinum BS Report í gær. Grant fór yfir 17 ára feril sinn í viðtalinu. Hann lék með Michael Jordan og Scottie Pippen hjá Chicago Bulls og vann með þeim þrjá meistaratitla; 1991, '92 og '93. Hann flutti sig þá yfir til Orlando Magic og lék með hinu magnaða tvíeyki Shaquille O'Neal og Anfernee „Penny“ Hardaway. Það lið komst í úrslit 1995 en tapaði gegn Houston Rockets. Grant lék aftur með Shaq, hjá Los Angeles Lakers, tímabilið 2000 - 2001. Þar lék hann einnig með Kobe Bryant. Horace Grant sagði að ekki væri hægt að bera neinn saman við Jordan. Hann væri einfaldlega bestur. „Ekkert lið gat sigrað Chicago Bulls þegar Jordan var í sínu besta formi. Með fullri virðingu fyrir öllum, enginn hefði getað sigrað hann. Hann fann alltaf leið til þess að vinna leiki," útskýrði Grant. Grant sagði frá stemningunni inni í klefa Bulls eftir frægt atvik þegar Scottie Pippen neitaði að fara inn á völlinn á lokasekúndum leiks gegn New York Knicks, eftir að Phil Jackson, þjálfari liðsins, fyrirskipaði Toni Kukoc að taka síðasta skot leiksins. „Bill Cartwright lét Pippen heyra það. Þegar Pippen sá mann eins og Cartwright, með tárin í augunum, rann upp fyrir honum hversu mikil mistök hann hafði gert. En við fyrirgáfum honum," útskýrði Grant. Hann sagði einnig að Bulls-liðið hefði væntanlega unnið níu titla ef því hefði verið haldið saman á 10. áratugnum. Hann sagði einnig að stór egó hafi eyðilegt flest liðin sem hann hafi spilað í. „Þetta snerist of mikið um hver fékk að leggja í bestu bílastæðin og hver fékk bestu auglýsingasamningana, þetta var ótrúlegt." Hér að neðan má sjá helstu tilþrif Horace Grant og hlusta í leiðinni á Hip-hop tónlist frá 10. áratugnum.
NBA Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira