Innlent

Bálhvasst í Eyjum og mikil ölduhæð í Landeyjum

Bálhvasst er á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, eða 28 metrar á sekúndu og ölduhæðin við Landeyjahöfn var 3,7 metrar klukkan fimm í morgun,  þannig að ólíklegt er að farþegaskipið Víkingur geti siglt þangað fyrri ferðina, að minnstakosti.

Víkingur er búinn að flytja umþaðbil þúsund farþega á þeim rúmlega hálfa mánuði sem liðinn er frá því að hann hóf þessar siglingar.

Herjólfur siglir hinsvegar samkvæmt áætlun til Þorlákshafnar, eins og hann hefur nú gert um langt skeið. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherar heimilaði fyrir helgi að hönnun á nýjum Herjólfi verði boðin út, en það er fyrsta skrefið í smíði nýrrar ferju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×