„Niðurstaða er bara niðurstaða“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2014 20:23 VISIR/VILHELM „Ég held að það sé bara önnur, skynsamlegri leið í þessu. Ekki það að ég sé ekki á móti því að fara í ESB. Ég er bara ekki viss um að þetta sé rétta leiðin miðað við hvernig andrúmsloftið í samfélaginu er og svona. Krafan er um annan framgang á þessu máli,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, um ákvörðun Sjálfstæðisflokksins um að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Hann telur rétt að úr því að farið var þessa leið á sínum tíma að sérlausn finnist með góðum fyrirvara. „Ég vil fá það bara afgreitt. Ég vil helst hætta þessum viðræðum og tel að ekkert sé að hafa. En gagnvart öðru fólki, sem er á annarri skoðun en ég, þá hef ég bara fyrirvara með þetta.“ Brynjar segir að nú sé verið að gera það sama og gert var árið 2009. „Menn tóku bara þingsályktunartillögu um að fara í viðræðurnar án þess að tala við fólkið og nú er bara farið hinn veginn.“ Þá segir hann að deildur um ESB í Sjálfstæðisflokknum hafa legið fyrir lengi. „Auðvitað veit ég ekki hvað menn gera, en þetta er bara einhver niðurstaða. Það koma kosningar aftur og Evrópusambandið er ekkert að fara. Mér finnst ekki tilefni til þess. Enda er enginn annar frjálslyndur, borgarasinnaður flokkur á landinu. Þá verða menn að fara að stofna nýjan flokk, geta ekki farið neitt annað,“ aðspurður um mögulegan klofning innan flokksins. Hann segir þetta ekki í andstöðu við stefnuskrá landsfundar og segir menn túlka þetta með sínum hætti. Hann segir að miðað við þær samræður sem hann hafi átt og texta sem hann hefur lesið, að þá geti hann ekki séð að þetta sé í andstöðu við það. „Ég skynja auðvitað deilurnar sem eru í flokknum og í samfélaginu.Ég hefði viljað fara leið sem væri líklegri til sátta.“ „Niðurstaða er bara niðurstaða,“ segir Brynjar að lokum. Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
„Ég held að það sé bara önnur, skynsamlegri leið í þessu. Ekki það að ég sé ekki á móti því að fara í ESB. Ég er bara ekki viss um að þetta sé rétta leiðin miðað við hvernig andrúmsloftið í samfélaginu er og svona. Krafan er um annan framgang á þessu máli,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, um ákvörðun Sjálfstæðisflokksins um að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Hann telur rétt að úr því að farið var þessa leið á sínum tíma að sérlausn finnist með góðum fyrirvara. „Ég vil fá það bara afgreitt. Ég vil helst hætta þessum viðræðum og tel að ekkert sé að hafa. En gagnvart öðru fólki, sem er á annarri skoðun en ég, þá hef ég bara fyrirvara með þetta.“ Brynjar segir að nú sé verið að gera það sama og gert var árið 2009. „Menn tóku bara þingsályktunartillögu um að fara í viðræðurnar án þess að tala við fólkið og nú er bara farið hinn veginn.“ Þá segir hann að deildur um ESB í Sjálfstæðisflokknum hafa legið fyrir lengi. „Auðvitað veit ég ekki hvað menn gera, en þetta er bara einhver niðurstaða. Það koma kosningar aftur og Evrópusambandið er ekkert að fara. Mér finnst ekki tilefni til þess. Enda er enginn annar frjálslyndur, borgarasinnaður flokkur á landinu. Þá verða menn að fara að stofna nýjan flokk, geta ekki farið neitt annað,“ aðspurður um mögulegan klofning innan flokksins. Hann segir þetta ekki í andstöðu við stefnuskrá landsfundar og segir menn túlka þetta með sínum hætti. Hann segir að miðað við þær samræður sem hann hafi átt og texta sem hann hefur lesið, að þá geti hann ekki séð að þetta sé í andstöðu við það. „Ég skynja auðvitað deilurnar sem eru í flokknum og í samfélaginu.Ég hefði viljað fara leið sem væri líklegri til sátta.“ „Niðurstaða er bara niðurstaða,“ segir Brynjar að lokum.
Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira