Segir utanríkisráðherra tala glannalega Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. febrúar 2014 12:07 Stefán segir að sér finnist umræðan um átökin í Úkraínu stundum einfeldningsleg. vísir/afp/stefán Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, gagnrýnir það að málefni Úkraínu séu dregin inn í umræðu um ESB-samningaviðræður á Íslandi. Stefán skrifar stuttlega um málið á Facebook en í gagnrýni sinni vísar hann meðal annars til ræðu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra á Alþingi í gær þar sem hann leiddi líkur að því að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Við erum að horfa upp á mjög skuggalega hluti í Úkraínu,“ segir Stefán í samtali við Vísi. „Það er raunveruleg hætta á að þetta land klofni í tvennt. Þetta er aldagömul togstreita þar sem ýmiskonar öfl eru undirliggjandi sem tengjast meðal annars tungumáli, þjóðerni og öðru slíku. Menn eru skíthræddir um að þetta geti endað með ósköpum. Við þessar aðstæður finnst manni það rosalega billegt og smekklaust að taka þetta í hálfgerðri dægurumræðu á Íslandi um einhverja skýrslu um Evrópusambandið og nota þetta til að fella einhverjar keilur þar.“ Stefán segir utanríkisráðherra tala glannalega um það að ástandið sé mögulega Evrópusambandinu að kenna. „Eins hef ég séð frá yfirlýstum stuðningsmönnum ESB þar sem menn hafa reynt að tengja þetta saman. Mér finnst það bara frekar sorglegt. Það er fínt að menn takist á um ESB hér heima en þeir eiga ekki að þvæla því saman við mögulega stórhættulegt ástand og borgarastyrjöld. Við eigum bara að lyfta pólitísku umræðunni á hærra plan.“ Þá segir Stefán að sér finnist umræðan um átökin í Úkraínu oft og tíðum einfeldningsleg og segir hann of algengt að menn grípi til tvíhyggju þegar þeir reyna að skilja átök. „Sérstaklega í þessum heimshluta. Við erum með tvær fylkingar. Lýðræðissinnana sem standa okkur nálægt í vestri og svo einræðissinna, kommúnista og slíkt, og við reynum að finna okkur fylkingu, okkar menn á staðnum.“ Úkraína Tengdar fréttir Mótmæli upp á líf og dauða Gústaf Baldvinsson var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkovitsj, forseta Úkraínu. 4. febrúar 2014 13:14 Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30 Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08 Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30 35 sagðir látnir í Kænugarði Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé. 20. febrúar 2014 09:47 „Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30 Köstuðu steinum í lögreglu Stjórnarandstöðuþingmenn í Úkraínu saka stjórnvöld um að tefja umbætur á stjórnarskrá. 18. febrúar 2014 11:15 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, gagnrýnir það að málefni Úkraínu séu dregin inn í umræðu um ESB-samningaviðræður á Íslandi. Stefán skrifar stuttlega um málið á Facebook en í gagnrýni sinni vísar hann meðal annars til ræðu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra á Alþingi í gær þar sem hann leiddi líkur að því að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Við erum að horfa upp á mjög skuggalega hluti í Úkraínu,“ segir Stefán í samtali við Vísi. „Það er raunveruleg hætta á að þetta land klofni í tvennt. Þetta er aldagömul togstreita þar sem ýmiskonar öfl eru undirliggjandi sem tengjast meðal annars tungumáli, þjóðerni og öðru slíku. Menn eru skíthræddir um að þetta geti endað með ósköpum. Við þessar aðstæður finnst manni það rosalega billegt og smekklaust að taka þetta í hálfgerðri dægurumræðu á Íslandi um einhverja skýrslu um Evrópusambandið og nota þetta til að fella einhverjar keilur þar.“ Stefán segir utanríkisráðherra tala glannalega um það að ástandið sé mögulega Evrópusambandinu að kenna. „Eins hef ég séð frá yfirlýstum stuðningsmönnum ESB þar sem menn hafa reynt að tengja þetta saman. Mér finnst það bara frekar sorglegt. Það er fínt að menn takist á um ESB hér heima en þeir eiga ekki að þvæla því saman við mögulega stórhættulegt ástand og borgarastyrjöld. Við eigum bara að lyfta pólitísku umræðunni á hærra plan.“ Þá segir Stefán að sér finnist umræðan um átökin í Úkraínu oft og tíðum einfeldningsleg og segir hann of algengt að menn grípi til tvíhyggju þegar þeir reyna að skilja átök. „Sérstaklega í þessum heimshluta. Við erum með tvær fylkingar. Lýðræðissinnana sem standa okkur nálægt í vestri og svo einræðissinna, kommúnista og slíkt, og við reynum að finna okkur fylkingu, okkar menn á staðnum.“
Úkraína Tengdar fréttir Mótmæli upp á líf og dauða Gústaf Baldvinsson var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkovitsj, forseta Úkraínu. 4. febrúar 2014 13:14 Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30 Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08 Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30 35 sagðir látnir í Kænugarði Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé. 20. febrúar 2014 09:47 „Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30 Köstuðu steinum í lögreglu Stjórnarandstöðuþingmenn í Úkraínu saka stjórnvöld um að tefja umbætur á stjórnarskrá. 18. febrúar 2014 11:15 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Mótmæli upp á líf og dauða Gústaf Baldvinsson var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkovitsj, forseta Úkraínu. 4. febrúar 2014 13:14
Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30
Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08
Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30
35 sagðir látnir í Kænugarði Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé. 20. febrúar 2014 09:47
„Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30
Köstuðu steinum í lögreglu Stjórnarandstöðuþingmenn í Úkraínu saka stjórnvöld um að tefja umbætur á stjórnarskrá. 18. febrúar 2014 11:15