Körfubolti

NBA í nótt: Sextánda tap Philadelphia í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Síðustu vikur hafa gengið hræðilega hjá Philadelphia 76ers og ekki breyttist það eftir leiki næturinnar í NBA-deildinni.

Utah, eitt lakasta lið deildarinnar, var í heimsókn og vann tólf stiga sigur, 104-92. Gordon Hayward skoraði 22 stig og Alec Burks nítján fyrir Utah.

Tony Wroten skoraði 30 stig fyrir Philadelphia sem hefur ekki upplifað svo slæma tíma síðan liðið tapaði 20 leikjum í röð tímabilið 1972-73. Þetta var einnig þrettánda tap liðsins í röð á heimavelli sem er félagsmet.

New York vann Cleveland, 107-97, þar sem Carmelo Anthony skoraði 26 stig eftir að hafa klikkað á fyrstu sex skotunum sínum í leiknum. Amare Stoudemire var með sautján stig og tólf fráköst.

Kyrie Irving skoraði 30 stig fyrir Cleveland en í hálfleik var miðherjinn Zydrunas Ilgauskas heiðraður og treyja hans, númer 11, hífð upp í rjáfur. Litháinn stóri spilaði með liðinu frá 1996 til 2010.



San Antonio vann Orlando, 121-112. Tony Parker var með 30 stig fyrir heimamenn og Manu Ginobili 24. Tobias Harris var með 23 stig fyrir Orlando.

LA Lakers vann Atlanta, 109-108. Blake Griffin var með 27 stig og Chris Paul nítján en sá síðarnefndi skoraði körfuna sem tryggði sigurinn á lokamínútu leiksins. Þetta var sjöundi sigur Clippers í röð.



Úrslit næturinnar:

Cleveland - New York 97-107

Philadelphia - Utah 92-104

Memphis - Charlotte 111-89

San Antonio - Orlando 121-112

Milwaukee - Washington 107-114

LA Clippers - Atlanta 109-108

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×