"Er ríkisstjórnin á móti þjóð sinni?“ Bjarki Ármannsson skrifar 8. mars 2014 15:57 Jón Kalman efast um hvort hægt sé að treysta orðum forsætisráðherra. Vísir/Anton Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Ólafur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðs karla í handbolta og Jón Kalman Stefánsson rithöfundur tóku til máls á mótmælunum á Austurvelli fyrr í dag. Margrét og Jón Kalman voru ómyrk í máli en ásakaði Margrét meðal annars ríkisstjórnina um að hafa ekkert verksvit og að svíkja loforð til þjóðarinnar. „Þetta er ríkisstjórn sem hefur séð til þess að öll orka samfélagsins undanfarna daga hefur farið í mál sem við þurfum ekki að vera að eyða orku í í akkúrat núna,“ sagði Margrét í ræðu sinni. „Þetta heitir að hafa lítið verksvit.“ „Er aðild að ESB eini möguleiki okkar eða besti möguleiki okkar?“ spurði hún í framhaldi. „Ég veit það ekki en hann er sá eini sem enn er upp á borðinu. Og ef þú ert í vanda sem þú veist ekki hvernig þú ætlar að komast út úr ef þú ert sjálfur ekki með neitt plan, þá útilokar þú ekki eina möguleikann sem þó er í stöðunni.“ Margrét lauk máli sínu á orðunum: „Þessi ríkisstjórn var ekki kosin út af því að flokkarnir sem að henni standa voru á móti aðild að ESB. Þessi ríkisstjórn náði meirihluta ekki síst út á það að hún lofaði þjóðinni að hún fengi sjálf að ráða í því máli. Loforð er loforð. Loforð er ekki varnagli og loforð verður aldrei teygjanlegt hugtak. Ég spyr ríkisstjórn Íslands sem situr við völd og heldur vonandi sjálf um stýrið: Ætlar hún að stuðla að sátt og samstöðu - eða ætlar hún að svíkja sína þjóð? Já eða nei?“ Jón Kalman sagðist í sinni ræðu ekki vera viss hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, formenn stjórnarflokkanna, gerðu sér grein fyrir því að ríkisstjórnin ætti að starfa í þágu þjóðarinnar. „En þá vaknar spurningin: Ef ríkisstjórn er andsnúin vilja rúmlega 80 prósent þjóðarinnar, hundsar algjörlega 46 þúsund undirskriftir, og kokgleypir í viðbót margítrekuð loforð – fyrir hverja starfar hún þá?“ spurði Jón. Hann tók í sama streng og Margrét og sagði stjórnarflokkana hafa farið á bak orða sinna til almennings. „Undirskrift er það sama og loforð. Undirskrift er staðfesting á því, að það sem á undan fer, sé skoðun manns og sannfæring. Er hægt að treysta manni sem skrifar undir bréf sem ganga þvert á sannfæringu hans? Og þá væntanlega eingöngu til að veiða fleiri atkvæði. Maður hlýtur því að spyrja: ef Sigmundi Davíð finnst sjálfsagt að ljúga með undirskrift sinni, hvenær segir hann þá satt? Er yfirleitt hægt að trúa því sem forsætisráðherra Íslands segir?“ Jón lauk máli sínu á þessum orðum: „Er ég á móti ríkisstjórninni? Ágæta fólk, það er ekki rétta spurningin, heldur þessi hér: Er ríkisstjórn Íslands á móti þjóð sinni?“ Vísir getur ekki greint frá orðum Ólafs Stefánssonar að svo stöddu þar sem hann var ekki með skrifaða ræðu. ESB-málið Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Ólafur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðs karla í handbolta og Jón Kalman Stefánsson rithöfundur tóku til máls á mótmælunum á Austurvelli fyrr í dag. Margrét og Jón Kalman voru ómyrk í máli en ásakaði Margrét meðal annars ríkisstjórnina um að hafa ekkert verksvit og að svíkja loforð til þjóðarinnar. „Þetta er ríkisstjórn sem hefur séð til þess að öll orka samfélagsins undanfarna daga hefur farið í mál sem við þurfum ekki að vera að eyða orku í í akkúrat núna,“ sagði Margrét í ræðu sinni. „Þetta heitir að hafa lítið verksvit.“ „Er aðild að ESB eini möguleiki okkar eða besti möguleiki okkar?“ spurði hún í framhaldi. „Ég veit það ekki en hann er sá eini sem enn er upp á borðinu. Og ef þú ert í vanda sem þú veist ekki hvernig þú ætlar að komast út úr ef þú ert sjálfur ekki með neitt plan, þá útilokar þú ekki eina möguleikann sem þó er í stöðunni.“ Margrét lauk máli sínu á orðunum: „Þessi ríkisstjórn var ekki kosin út af því að flokkarnir sem að henni standa voru á móti aðild að ESB. Þessi ríkisstjórn náði meirihluta ekki síst út á það að hún lofaði þjóðinni að hún fengi sjálf að ráða í því máli. Loforð er loforð. Loforð er ekki varnagli og loforð verður aldrei teygjanlegt hugtak. Ég spyr ríkisstjórn Íslands sem situr við völd og heldur vonandi sjálf um stýrið: Ætlar hún að stuðla að sátt og samstöðu - eða ætlar hún að svíkja sína þjóð? Já eða nei?“ Jón Kalman sagðist í sinni ræðu ekki vera viss hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, formenn stjórnarflokkanna, gerðu sér grein fyrir því að ríkisstjórnin ætti að starfa í þágu þjóðarinnar. „En þá vaknar spurningin: Ef ríkisstjórn er andsnúin vilja rúmlega 80 prósent þjóðarinnar, hundsar algjörlega 46 þúsund undirskriftir, og kokgleypir í viðbót margítrekuð loforð – fyrir hverja starfar hún þá?“ spurði Jón. Hann tók í sama streng og Margrét og sagði stjórnarflokkana hafa farið á bak orða sinna til almennings. „Undirskrift er það sama og loforð. Undirskrift er staðfesting á því, að það sem á undan fer, sé skoðun manns og sannfæring. Er hægt að treysta manni sem skrifar undir bréf sem ganga þvert á sannfæringu hans? Og þá væntanlega eingöngu til að veiða fleiri atkvæði. Maður hlýtur því að spyrja: ef Sigmundi Davíð finnst sjálfsagt að ljúga með undirskrift sinni, hvenær segir hann þá satt? Er yfirleitt hægt að trúa því sem forsætisráðherra Íslands segir?“ Jón lauk máli sínu á þessum orðum: „Er ég á móti ríkisstjórninni? Ágæta fólk, það er ekki rétta spurningin, heldur þessi hér: Er ríkisstjórn Íslands á móti þjóð sinni?“ Vísir getur ekki greint frá orðum Ólafs Stefánssonar að svo stöddu þar sem hann var ekki með skrifaða ræðu.
ESB-málið Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira