Grútspældir og reiðir viðskiptavinir IKEA Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2014 13:20 Þórarinn Ævarsson. Fólk át sér til óbóta í fyrra, kunni sér ekki magamál og sumir voru ælandi. Í dag er Sprengidagurinn og margur hafði hugsað sér gott til glóðarinnar og hugðist kýla sig út með salkjöti og baunum í hinu vinsæla eldhúsi IKEA í Garðabænum. Þar hefur allt frá árinu 2009 verið hægt að fá, á þessum degi, máltíð fyrir tvær krónur; með vísan til lagstúfsins eða hendingarinnar sem jafnan er sungin á þessum degi: „Saltkjöt & baunir, túkall!“ Nema, nú brá svo við að verðið sem IKEA setur upp er 995 krónur fyrir máltíðina. Viðskiptavinur IKEA hafði samband við fréttastofu og sá var ekki ánægður. Talaði um að þarna væri mörg þúsund prósenta hækkun á tiltekinni vöru og sagði þetta kaldar kveðjur frá IKEA til íslensks almennings. Þegar þetta er reiknað kemur á daginn að um er að ræða verðhækkun uppá tæp fimm þúsund prósent. Á símanum hjá IKEA fengust þær upplýsingar að kvartanir vegna þessa hafi borist í stríðum straumum frá ósáttum viðskiptavinum sem töldu sig geta gengið að þessari máltíð fyrir tvær krónur. „En, þeir hafa þá ekki tekið vel eftir því við auglýstum þetta nú rækilega.“Borðaði sér til óbóta í fyrra Framkvæmdastjóri IKEA er Þórarinn Ævarsson og hann segir þetta allt satt og rétt. Hann segir afstöðu IKEA til þessa stóra máls vera byggða á mannúðarsjónarmiðum annars vegar og svo hinsvegar því að kreppan sé búin! „Þú hefðir átt að vera á línunni hjá okkur í fyrra. Þá hringdi einn alveg brjálaður og sagði: Djöfull er þetta lítill skammtur hjá ykkur. En, þannig er að fólk át sér til óbóta í fyrra. Fólk kunni sér ekki magamál og sumir voru ælandi. Þetta er einmitt matur sem fólk á ekki að borða sér til óbóta af. Það getur hreinlega verið hættulegt. Okkur leist hreinlega ekki á blikuna. Við fáum mikið af fullorðnu fólki til okkar og höfðum orðið áhyggjur af því að þetta gæti endað með ósköpum,“ segir Þórarinn.Kreppan er búin! Hitt atriðið vegur ekki síður þungt að mati Þórarins, sem kemur með óvænta yfirlýsingu þess efnis að kreppan sé búin. Hann mun vera með þeim fyrstu til að gefa út þá yfirlýsingu. „Ég las það í morgun að það sé 30 prósenta aukning í bílasölu. Nú eru sex til sjö ár liðin frá því að kreppan skall á. Við höfum gefið frían barnamat frá árinu 2008. Saltkjöt & baunir á Sprengidag frá árinu 2009. Okkar innlegg í að létta fólki lífið. Nú teljum við að farið sé að sjá til sólar í efnahagslífinu og þá setur maður sig í aðrar stellingar.“ Og þó um sé að ræða 5 þúsund prósenta hækkun telur Þórarinn það ekki slæmt að geta fengið máltíð og ábót fyrir 995 krónur. IKEA Sprengidagur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Sjá meira
Í dag er Sprengidagurinn og margur hafði hugsað sér gott til glóðarinnar og hugðist kýla sig út með salkjöti og baunum í hinu vinsæla eldhúsi IKEA í Garðabænum. Þar hefur allt frá árinu 2009 verið hægt að fá, á þessum degi, máltíð fyrir tvær krónur; með vísan til lagstúfsins eða hendingarinnar sem jafnan er sungin á þessum degi: „Saltkjöt & baunir, túkall!“ Nema, nú brá svo við að verðið sem IKEA setur upp er 995 krónur fyrir máltíðina. Viðskiptavinur IKEA hafði samband við fréttastofu og sá var ekki ánægður. Talaði um að þarna væri mörg þúsund prósenta hækkun á tiltekinni vöru og sagði þetta kaldar kveðjur frá IKEA til íslensks almennings. Þegar þetta er reiknað kemur á daginn að um er að ræða verðhækkun uppá tæp fimm þúsund prósent. Á símanum hjá IKEA fengust þær upplýsingar að kvartanir vegna þessa hafi borist í stríðum straumum frá ósáttum viðskiptavinum sem töldu sig geta gengið að þessari máltíð fyrir tvær krónur. „En, þeir hafa þá ekki tekið vel eftir því við auglýstum þetta nú rækilega.“Borðaði sér til óbóta í fyrra Framkvæmdastjóri IKEA er Þórarinn Ævarsson og hann segir þetta allt satt og rétt. Hann segir afstöðu IKEA til þessa stóra máls vera byggða á mannúðarsjónarmiðum annars vegar og svo hinsvegar því að kreppan sé búin! „Þú hefðir átt að vera á línunni hjá okkur í fyrra. Þá hringdi einn alveg brjálaður og sagði: Djöfull er þetta lítill skammtur hjá ykkur. En, þannig er að fólk át sér til óbóta í fyrra. Fólk kunni sér ekki magamál og sumir voru ælandi. Þetta er einmitt matur sem fólk á ekki að borða sér til óbóta af. Það getur hreinlega verið hættulegt. Okkur leist hreinlega ekki á blikuna. Við fáum mikið af fullorðnu fólki til okkar og höfðum orðið áhyggjur af því að þetta gæti endað með ósköpum,“ segir Þórarinn.Kreppan er búin! Hitt atriðið vegur ekki síður þungt að mati Þórarins, sem kemur með óvænta yfirlýsingu þess efnis að kreppan sé búin. Hann mun vera með þeim fyrstu til að gefa út þá yfirlýsingu. „Ég las það í morgun að það sé 30 prósenta aukning í bílasölu. Nú eru sex til sjö ár liðin frá því að kreppan skall á. Við höfum gefið frían barnamat frá árinu 2008. Saltkjöt & baunir á Sprengidag frá árinu 2009. Okkar innlegg í að létta fólki lífið. Nú teljum við að farið sé að sjá til sólar í efnahagslífinu og þá setur maður sig í aðrar stellingar.“ Og þó um sé að ræða 5 þúsund prósenta hækkun telur Þórarinn það ekki slæmt að geta fengið máltíð og ábót fyrir 995 krónur.
IKEA Sprengidagur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Sjá meira