Það hefur ekkert gengið að fá Phil Jackson aftur í þjálfun en svo sannarlega hefur ekki vantað upp á eftirspurnina.
Jackson, sem hefur unnið ellefu NBA-titla, hefur engu að síður skoðun á því sem er að gerast í NBA-deildinni.
Hann var í ítarlegu viðtali við USA Today þar sem víða var komið við. Meðal annars var rætt um hans gamla félag Lakers sem er á botninum í Vesturdeildinni.
Hann var spurður út í það hver gæti eiginlega þjálfað þetta Lakers-lið?
"Ég held að Jesús gæti þjálfað þetta lið og gert það nokkuð vel. Fyrir utan Jesús þá koma líka Múhameð og Gandhi til greina," sagði Jackson léttur.
Jesús gæti þjálfað Lakers

Mest lesið

Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum
Enski boltinn


Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum
Íslenski boltinn



Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok
Enski boltinn




Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum
Íslenski boltinn