Fyrrum þjálfari NY Knicks og Houston Rockets, Jeff van Gundy, er óhræddur við að láta ýmislegt fjúka er hann er að lýsa körfuboltaleikjum.
Hann lét Dwight Howard heyra það í fyrra en oftar en ekki þegar hann segir eitthvað umdeilt þá er hann að grínast.
Van Gundy var að lýsa leik Chicago Bulls í gær og þegar hin meidda stjarnan Bulls, Derrick Rose, kom í mynd ásamt syni sínum lét Van Gundy þetta flakka.
"Ég vona að strákurinn sé með betri hné en pabbi sinn," sagði þulurinn léttur.
Rose missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Hann meiddist snemma á þessu tímabili og spilar ekki meira í vetur.
