Felix Kroos bróðir Toni Kroos miðjumanns Bayern Munchen segir bróður sinn hafa mikinn áhuga á að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Manchester United næsta sumar.
Þýski landsliðmaðurinn hefur leikið vel með Bayern upp á síðkastið og skoraði meðal annars fyrsta mark liðsins gegn Arsenal í Meistaradeildinni.
Toni Kroos er 24 ára gamall og á eitt ár eftir af samningi sínum við Bayern og ganga samningaviðræður hægt.
Felix Kroos sem sjálfur leikur með Werder Bremen segir á bræður hafa rætt um möguleg vistaskipti til ensku meistaranna.
„Manchester United hefur verið mitt draumalið frá því ég var barn en ég ráðlegg honum samt ekkert,“ sagði Felix Kroos.
„Hann mun sjálfur taka rétt ákvörðun. Það er hægt að vera í verri aðstöðu en að þurfa að taka þessa ákvörðun.“
