Miami Heat er í öðru sæti austurstrandar á eftir Indiana Pacers sem lagði Boston Celtics í nótt en yfirburðir Heat og Pacers eru miklir í deildinni.
Þrátt fyrir nefbrotið lék James í 31 mínútu í nótt. Hann skoraði 20 stig en hann hitti úr 8 af 12 skotum sínum auk þess að hirða 9 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði mest fyrir Heat, 24 stig. Chris Bosh skoraði 17.
Tobias Harris skoraði 20 stig fyrir Magic og Nikola Vucevic 18 en hann tók að auki 10 fráköst.
Það veit á gott að mæta Philadelphia 76ers um þessar mundir. Liðið fær mörg stig á sig enda varnarleikur í aukahlutverki hjá liðinu. Það nýtti Wizards sér í nótt þegar sex leikmenn skoruðu 11 stig eða meira en enginn þó meira en Trevor Ariza sem skoraði 40 stig en hann hitti úr 8 af 12 þriggja stiga skotum sínum.
John Wall skoraði 17 stig fyrir Wizards og gaf 16 stoðsendingar. Hjá 76ers skoraði Tony Wroten 19 stig af bekknum og Thaddeus Young 17.
Úrslit næturinnar:
Miami Heat – Orlando Magic 112-98
Philadelphia 76ers – Washington Wizards 103-122
Houston Rockets – Detroit Pistons 118-110
Boston Celtics – Indiana Pacers 97-102
Milwaukee Bucks – New Jersey Nets 98-107
Memphis Grizzlies – Cleveland Cavaliers 110-96
Portland Trail Blazers – Denver Nuggets 102-96
Sacramento Kings – Minnesota Timberwolves 97-108
Los Angeles Clippers – New Orleans Pelicans 108-76
Helstu tilþrif næturinnar