Hinn fertugi Ryan Giggs átti stórleik í 3-0 sigri Manchester United á Olympiakos í kvöld.
Giggs spilaði allan leikinn og átti ríkan þátt í sigri United en með honum komst liðið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
„Það er ótrúlegt hvað hann á að baki marga leiki í Meistaradeildinni,“ sagði Moyes en þeir eru orðnir vel á annað hundraðið.
„Hann var frábær og átti tvær magnaðar sendingar í mörkunum tveimur. Fótboltageta hans almennt - hann er frík,“ bætti Moyes við.
„En Ryan mun ekki spila endalaust áfram og því verðum við að finna nýjan Ryan Giggs og nota aðra leikmenn. En við þurftum á reynslu hans að halda í kvöld.“
