Misheppnuð heimsmetstilraun Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2014 09:21 Eins og greint var hér frá á föstudaginn síðasta ætlaði franski ökuþórinn Guerlain Chicherit að bæta heimsmetið í „langstökki“ á bíl og komast 110 metra. Metbætingin átti að fara fram á sunnudaginn í skíðabænum Tignes í Frakklandi, en vegna mikill þoku reyndi hann ekki við metið fyrr en í gær. Tilraun hans fór ekki vel að þessu sinni og lenti bíllinn á nefinu eftir stökkið langa og fór ansi margar veltur í kjölfarið. Stökkhornið virðist ekki hafa verið rétt útreiknað og því fór sem fór, en því lengri sem svona stökk eru því nákvæmara þarf hornið og hraði bílsins að vera. Þótt ótrúlegt megi telja þá slasaðist Chicherit ekki við þessi ósköp, en engu að síður var hann færður á spítala þar sem hann þurfti að dvelja síðustu nótt. Hann segist sjálfur vera við hestaheilsu og skrifar á Facebook þaðan af miklum móð. Það er með miklu ólíkindum ef aðfarirnar eru skoðaðar í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent
Eins og greint var hér frá á föstudaginn síðasta ætlaði franski ökuþórinn Guerlain Chicherit að bæta heimsmetið í „langstökki“ á bíl og komast 110 metra. Metbætingin átti að fara fram á sunnudaginn í skíðabænum Tignes í Frakklandi, en vegna mikill þoku reyndi hann ekki við metið fyrr en í gær. Tilraun hans fór ekki vel að þessu sinni og lenti bíllinn á nefinu eftir stökkið langa og fór ansi margar veltur í kjölfarið. Stökkhornið virðist ekki hafa verið rétt útreiknað og því fór sem fór, en því lengri sem svona stökk eru því nákvæmara þarf hornið og hraði bílsins að vera. Þótt ótrúlegt megi telja þá slasaðist Chicherit ekki við þessi ósköp, en engu að síður var hann færður á spítala þar sem hann þurfti að dvelja síðustu nótt. Hann segist sjálfur vera við hestaheilsu og skrifar á Facebook þaðan af miklum móð. Það er með miklu ólíkindum ef aðfarirnar eru skoðaðar í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent