Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilu: "Við gefumst aldrei upp" Hrund Þórsdóttir skrifar 18. mars 2014 20:00 Verkfallsmiðstöð framhaldsskólakennara var opnuð í Framheimilinu í dag. Þá fór verkfallsnefnd kennara í nokkra skóla til að ganga úr skugga um að ekki væru framin verkfallsbrot. Álitamál sem komið hafa upp tengjast aðallega kennslu á netinu. „Í námsnetinu geta menn verið að setja inn efni sem er í raun áframhaldandi kennsla. Við ætlumst ekki til að það sé gert því þá eru menn að stunda raunverulega kennslu áfram,“ segir Sigurður Ingi Andrésson, formaður verkfallsnefndar. Á fimmta hundrað kennara mætti í verkfallsmiðstöðina í dag. „Ég finn mikla samstöðu meðal kennara og ég skil núna þegar ég verð vitni að þessum samtakamætti hvernig hægt hefur verið að halda úti starfi í skólanum á undanförnum árum. Ég finn þann aflvaka sem býr í kennarastéttinni,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson, forstöðumaður verkfallsmiðstöðvarinnar og kennari í MH. „Við gefumst aldrei upp, það er ekki í boði,“ bætir Halldóra Sigurðardóttir, kennari í MH, við. Samninganefndinni leist ekki á síðasta tilboð ríkisins, hvernig líst ykkur á framhaldið? „Ég er frekar svartsýn, ekki síst eftir að heyra í menntamálaráðherra í útvarpinu í morgun,“ segir Halldóra. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra vilja stytta nám í framhaldsskólum. „Notum þennan möguleika til að koma til móts við kröfur kennara, annars er það ekki hægt,“ sagði hann. „Við erum að tala um að nútímavæða íslenska skólakerfið.“ „Við áttum okkur ekki alveg á afstöðu hans og hann talar öðruvísi við fjölmiðla en hann talar við forsvarsmenn kennara,“ segir Guðjón og Halldóra tekur undir. „Ég hef borið von í brjósti þangað til í dag að það væri virkilega eitthvað að gerast við samningaborðið en svo kemur þetta eins og blaut tuska og mér finnst Illugi skulda þjóðinni miklar og stórar skýringar á ummælum sínum. Hvað vill hann eiginlega?“ „Þetta eru innantómar klisjur sem segja okkur ekki neitt,“ bætir Guðjón að lokum við. Menntamálaráðherra veitti ekki viðtöl í dag. Stuttu fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 var enn fundað hjá ríkissáttasemjara en fulltrúi kennara sagði enga lausn í sjónmáli. Kennaraverkfall Tengdar fréttir Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10 Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45 Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33 "Okkur líst mjög illa á tilboð ríkisins" Framhaldsskólakennurum hugnast alls ekki tilboð ríkisins sem lagt var fram í kjaradeilu þeirra í gærkvöldi og búast ekki við að samið verði í bráð. Verkfall skall á í morgun en sálfræðingur segir mikilvægt að nemendur haldi rútínu sinni eftir fremsta megni. 17. mars 2014 18:53 Skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga Landssamtökin Þroskahjálp skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. 18. mars 2014 13:13 Á annan milljarð til í Vinnudeilusjóði kennara Framhaldsskólakennarar í verkfalli fá greiddar 6 þúsund krónur á dag úr Vinnudeilusjóði. 18. mars 2014 10:08 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Verkfallsmiðstöð framhaldsskólakennara var opnuð í Framheimilinu í dag. Þá fór verkfallsnefnd kennara í nokkra skóla til að ganga úr skugga um að ekki væru framin verkfallsbrot. Álitamál sem komið hafa upp tengjast aðallega kennslu á netinu. „Í námsnetinu geta menn verið að setja inn efni sem er í raun áframhaldandi kennsla. Við ætlumst ekki til að það sé gert því þá eru menn að stunda raunverulega kennslu áfram,“ segir Sigurður Ingi Andrésson, formaður verkfallsnefndar. Á fimmta hundrað kennara mætti í verkfallsmiðstöðina í dag. „Ég finn mikla samstöðu meðal kennara og ég skil núna þegar ég verð vitni að þessum samtakamætti hvernig hægt hefur verið að halda úti starfi í skólanum á undanförnum árum. Ég finn þann aflvaka sem býr í kennarastéttinni,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson, forstöðumaður verkfallsmiðstöðvarinnar og kennari í MH. „Við gefumst aldrei upp, það er ekki í boði,“ bætir Halldóra Sigurðardóttir, kennari í MH, við. Samninganefndinni leist ekki á síðasta tilboð ríkisins, hvernig líst ykkur á framhaldið? „Ég er frekar svartsýn, ekki síst eftir að heyra í menntamálaráðherra í útvarpinu í morgun,“ segir Halldóra. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra vilja stytta nám í framhaldsskólum. „Notum þennan möguleika til að koma til móts við kröfur kennara, annars er það ekki hægt,“ sagði hann. „Við erum að tala um að nútímavæða íslenska skólakerfið.“ „Við áttum okkur ekki alveg á afstöðu hans og hann talar öðruvísi við fjölmiðla en hann talar við forsvarsmenn kennara,“ segir Guðjón og Halldóra tekur undir. „Ég hef borið von í brjósti þangað til í dag að það væri virkilega eitthvað að gerast við samningaborðið en svo kemur þetta eins og blaut tuska og mér finnst Illugi skulda þjóðinni miklar og stórar skýringar á ummælum sínum. Hvað vill hann eiginlega?“ „Þetta eru innantómar klisjur sem segja okkur ekki neitt,“ bætir Guðjón að lokum við. Menntamálaráðherra veitti ekki viðtöl í dag. Stuttu fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 var enn fundað hjá ríkissáttasemjara en fulltrúi kennara sagði enga lausn í sjónmáli.
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10 Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45 Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33 "Okkur líst mjög illa á tilboð ríkisins" Framhaldsskólakennurum hugnast alls ekki tilboð ríkisins sem lagt var fram í kjaradeilu þeirra í gærkvöldi og búast ekki við að samið verði í bráð. Verkfall skall á í morgun en sálfræðingur segir mikilvægt að nemendur haldi rútínu sinni eftir fremsta megni. 17. mars 2014 18:53 Skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga Landssamtökin Þroskahjálp skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. 18. mars 2014 13:13 Á annan milljarð til í Vinnudeilusjóði kennara Framhaldsskólakennarar í verkfalli fá greiddar 6 þúsund krónur á dag úr Vinnudeilusjóði. 18. mars 2014 10:08 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10
Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45
Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33
"Okkur líst mjög illa á tilboð ríkisins" Framhaldsskólakennurum hugnast alls ekki tilboð ríkisins sem lagt var fram í kjaradeilu þeirra í gærkvöldi og búast ekki við að samið verði í bráð. Verkfall skall á í morgun en sálfræðingur segir mikilvægt að nemendur haldi rútínu sinni eftir fremsta megni. 17. mars 2014 18:53
Skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga Landssamtökin Þroskahjálp skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. 18. mars 2014 13:13
Á annan milljarð til í Vinnudeilusjóði kennara Framhaldsskólakennarar í verkfalli fá greiddar 6 þúsund krónur á dag úr Vinnudeilusjóði. 18. mars 2014 10:08