Maldini: Verið að eyðileggja allt sem við byggðum upp hjá Milan Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2014 16:15 Paolo Maldini er einn besti varnarmaður sögunnar. Vísir/Getty Paolo Maldini, goðsögn í lifanda lífi hjá ítalska knattspyrnuliðinu AC Milan, er miður sín vegna slæms gengis liðsins á tímabilinu og segir menn á San Siro vera eyðileggja allt sem búið er að byggja upp hjá félaginu á síðustu árum. AC Milan er í ellefta sæti ítölsku A-deildarinnar eftir 4-2 tap gegn Parma á heimavelli á sunnudaginn. Liðið er tólf stigum frá Evrópudeildarsæti þegar tíu umferðir eru eftir og þá tapaði liðið samanlagt 5-1 fyrir Atlético Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Maldini stóð vaktina í vörn AC Milan í 24 ár og vann með liðinu sex meistaratitla á Ítalíu og fimm Evrópubikara. Hann er vægast sagt svekktur og sár með gengi liðsins á tímabilinu. „Inn í mér er blanda af reiði og vonbrigðum. Ekki bara vegna úrslitanna heldur því mér finnst menn vera kasta mikilli vinnu undanfarinna tíu ára fyrir borð,“ segir Maldini í viðtali við ítalska íþróttablaðið La Gazetta dello Sport. „Mér líður rosalega illa vegna þessa. Ég veit hversu mikil vinna var á bakvið allan árangurinn og hvað þurfti til að skapa jafnglæsilega sögu og raun ber vitni. Það gerir mig brjálaðan að sjá þetta allt eyðilagt.“ „Milan getur ekki lengur keppt við Juventus eða tíu bestu liðin í Evrópu. Það er ekkert í gangi,“ segir Maldini. Hollendingurinn ClarenceSeedorf, fyrrverandi leikmaður liðsins, tók við þjálfun AC Milan í janúar en Maldini segir hann eiga óvinnandi verk fyrir höndum. „Augljóslega er hann enginn sérfræðingur en hann er hugrakkur og er sterkur persónuleiki. En ekki einu sinni PepGuardiola Gæti gert neitt úr þessu,“ segir Paolo Maldini.Kaka svekktur eftir tap AC Milan gegn Atlético Madrid.Vísir/getty Ítalski boltinn Tengdar fréttir Atlético Madrid sló AC Milan út úr Meistaradeildinni Atlético Madrid er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 4-1 sigur á AC Milan í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Atlético vann fyrri leikinn 1-0 og þar með 5-1 samanlagt. Diego Costa var áfram á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Atlético í kvöld. 11. mars 2014 19:15 AC Milan er ekkert lið Arrigo Sacchi er einn merkasti þjálfari í sögu AC Milan en undir hans stjórn vann AC Milan tvo Evrópumeistaratitla og lið hans gleymist seint. 12. mars 2014 23:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
Paolo Maldini, goðsögn í lifanda lífi hjá ítalska knattspyrnuliðinu AC Milan, er miður sín vegna slæms gengis liðsins á tímabilinu og segir menn á San Siro vera eyðileggja allt sem búið er að byggja upp hjá félaginu á síðustu árum. AC Milan er í ellefta sæti ítölsku A-deildarinnar eftir 4-2 tap gegn Parma á heimavelli á sunnudaginn. Liðið er tólf stigum frá Evrópudeildarsæti þegar tíu umferðir eru eftir og þá tapaði liðið samanlagt 5-1 fyrir Atlético Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Maldini stóð vaktina í vörn AC Milan í 24 ár og vann með liðinu sex meistaratitla á Ítalíu og fimm Evrópubikara. Hann er vægast sagt svekktur og sár með gengi liðsins á tímabilinu. „Inn í mér er blanda af reiði og vonbrigðum. Ekki bara vegna úrslitanna heldur því mér finnst menn vera kasta mikilli vinnu undanfarinna tíu ára fyrir borð,“ segir Maldini í viðtali við ítalska íþróttablaðið La Gazetta dello Sport. „Mér líður rosalega illa vegna þessa. Ég veit hversu mikil vinna var á bakvið allan árangurinn og hvað þurfti til að skapa jafnglæsilega sögu og raun ber vitni. Það gerir mig brjálaðan að sjá þetta allt eyðilagt.“ „Milan getur ekki lengur keppt við Juventus eða tíu bestu liðin í Evrópu. Það er ekkert í gangi,“ segir Maldini. Hollendingurinn ClarenceSeedorf, fyrrverandi leikmaður liðsins, tók við þjálfun AC Milan í janúar en Maldini segir hann eiga óvinnandi verk fyrir höndum. „Augljóslega er hann enginn sérfræðingur en hann er hugrakkur og er sterkur persónuleiki. En ekki einu sinni PepGuardiola Gæti gert neitt úr þessu,“ segir Paolo Maldini.Kaka svekktur eftir tap AC Milan gegn Atlético Madrid.Vísir/getty
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Atlético Madrid sló AC Milan út úr Meistaradeildinni Atlético Madrid er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 4-1 sigur á AC Milan í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Atlético vann fyrri leikinn 1-0 og þar með 5-1 samanlagt. Diego Costa var áfram á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Atlético í kvöld. 11. mars 2014 19:15 AC Milan er ekkert lið Arrigo Sacchi er einn merkasti þjálfari í sögu AC Milan en undir hans stjórn vann AC Milan tvo Evrópumeistaratitla og lið hans gleymist seint. 12. mars 2014 23:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
Atlético Madrid sló AC Milan út úr Meistaradeildinni Atlético Madrid er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 4-1 sigur á AC Milan í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Atlético vann fyrri leikinn 1-0 og þar með 5-1 samanlagt. Diego Costa var áfram á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Atlético í kvöld. 11. mars 2014 19:15
AC Milan er ekkert lið Arrigo Sacchi er einn merkasti þjálfari í sögu AC Milan en undir hans stjórn vann AC Milan tvo Evrópumeistaratitla og lið hans gleymist seint. 12. mars 2014 23:00