Lance Stephenson skoraði 25 stig og Paul George var með 24 stig fyrir Indiana Pacers sem vann 99-90 sigur á Philadelphia 76ers. Thaddeus Young skoraði 23 stig fyrir Sixers-liðið sem er nú ásamt liði Detroit Pistons frá 1980 í sjötta sæti yfir lengstu taphrinu liðs í NBA en metið er 26 leikja taphrina Cleveland Cavalier tímabilið 2010-11.
Philadelphia-liðið vann síðast leik 20. febrúar þegar Evan Turner skoraði sigurkörfuna. Evan Turner er núna leikmaður Indiana og var með 4 stig og 7 fráköst í leiknum í nótt.
Kevin Durant var með 35 stig og 12 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann 97-85 útisigur á Chicago Bulls. Russell Westbrook kom aftur inn í liðið eftir eins leiks frí og skoraði 18 stig. Joakim Noah hitti illa (2 af 8) en var með 9 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar.
Deron Williams skoraði 28 stig og tróð í fyrsta sinn á tímabilinu þegar Brooklyn Nets vann 108-95 sigur á Phoenix Suns en þetta var níundi heimasigur liðsins í röð. Williams hitti úr 11 af 13 skotum en hann er allur að koma til eftir erfið ökklameiðsli.
J.J. Hickson kom með 21 stig inn af bekknum og Ty Lawson skoraði 8 af 19 stigum sínum í lok leiksins þegar Denver Nuggets vann 110-100 sigur á Los Angeles Clippers og endaði þar með 11 leikja sigurgöngu Clippers-liðsins. Kenneth Faried var með 18 stig og 16 fráköst fyrir Denver en Blake Griffin skoraði 26 stig og tók 12 fráköst hjá Clippers.
Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt:
Charlotte Bobcats - Atlanta Hawks 83-97
Indiana Pacers - Philadelphia 76Ers 99-90
Brooklyn Nets - Phoenix Suns 108-95
Chicago Bulls - Oklahoma City Thunder 85-97
Houston Rockets - Utah Jazz 124-86
Dallas Mavericks - Boston Celtics 94-89
Denver Nuggets - Los Angeles Clippers 110-100
Staðan í NBA-deildinni: