"Okkur líst mjög illa á tilboð ríkisins" Hrund Þórsdóttir skrifar 17. mars 2014 18:53 Í framhaldsskólunum var tómlegt um að litast í dag nema í Verslunarskóla Íslands, en aðeins í honum fer nú full kennsla fram.Hrund Þrándardóttir, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir verkfallið geta haft víðtæk áhrif og að það bitni verst á nemendum sem standi þegar höllum fæti, vegna slæmrar mætingar eða námsörðugleika. „Og ef þú til dæmis hættir að vera í þinni daglegu virkni þá getur þú einangrað þig og farið að kvíða því að halda áfram þegar rútínan skellur aftur á,“ segir Hrund. Hún segir breytingar eins og þessar geta ýtt undir tilfinningavanda á borð við þunglyndi og kvíða. Mikilvægt sé að nemendur beri áfram einhverja ábyrgð og gott sé að hreyfa sig. Hún mælir með að foreldrar og forráðamenn hugi að börnum sínum. „Ég átta mig á að fólk er kannski ekki að vakna klukkan sjö á morgnana en það er gott að halda einhverri rútínu; vakna fyrir hádegi, læra og „halda sönsum“.“ Fundað var í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag og þegar fréttastofa leit þar við klukkan sex, bjuggust samningsaðilar við að funda fram á kvöld. Ríkið lagði fram tilboð í gærkvöldi sem felur í sér hækkanir umfram þau 2,8% sem samið var um á almennum markaði. Hvernig líst ykkur á tilboð ríkisins? „Okkur líst mjög illa á það. Þetta eru ekki þær tölur sem við viljum ræða,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Hefur eitthvað nýtt verið lagt fram í dag? „Nei, ekki af hálfu ríkisins.“ Svo það er ekki ástæða til bjartsýni eins og er? „Nei, tölurnar hafa ekkert breyst frá því í gærkvöldi,“ segir Aðalheiður.Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, kveðst ekkert geta sagt til framhaldið. „Við þurfum fyrst að fá að vita nákvæmlega hvað þeim finnst helst að þessu og þá kemur í ljós hvort við getum brugðist við því,“ segir Gunnar. Getið þið teygt ykkur lengra? „Það er eiginlega ekki hægt að svara því fyrr en við sjáum hvað þau setja aðallega út á.“ Telur þú ástæðu til bjartsýni á þessum tímapunkti? „Ég er alltaf bjartsýn.“ Kennaraverkfall Tengdar fréttir Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10 Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33 Samningafundi frestað Fundað verður að nýju klukkan 10 í fyrramálið. 17. mars 2014 18:48 Segir slæmt að kennarar þurfi enn einu sinni að beita verkfallsvopninu Kennarasamband Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að verkfall framhaldsskólakennara hefjist á miðnætti. 16. mars 2014 22:24 Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Í framhaldsskólunum var tómlegt um að litast í dag nema í Verslunarskóla Íslands, en aðeins í honum fer nú full kennsla fram.Hrund Þrándardóttir, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir verkfallið geta haft víðtæk áhrif og að það bitni verst á nemendum sem standi þegar höllum fæti, vegna slæmrar mætingar eða námsörðugleika. „Og ef þú til dæmis hættir að vera í þinni daglegu virkni þá getur þú einangrað þig og farið að kvíða því að halda áfram þegar rútínan skellur aftur á,“ segir Hrund. Hún segir breytingar eins og þessar geta ýtt undir tilfinningavanda á borð við þunglyndi og kvíða. Mikilvægt sé að nemendur beri áfram einhverja ábyrgð og gott sé að hreyfa sig. Hún mælir með að foreldrar og forráðamenn hugi að börnum sínum. „Ég átta mig á að fólk er kannski ekki að vakna klukkan sjö á morgnana en það er gott að halda einhverri rútínu; vakna fyrir hádegi, læra og „halda sönsum“.“ Fundað var í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag og þegar fréttastofa leit þar við klukkan sex, bjuggust samningsaðilar við að funda fram á kvöld. Ríkið lagði fram tilboð í gærkvöldi sem felur í sér hækkanir umfram þau 2,8% sem samið var um á almennum markaði. Hvernig líst ykkur á tilboð ríkisins? „Okkur líst mjög illa á það. Þetta eru ekki þær tölur sem við viljum ræða,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Hefur eitthvað nýtt verið lagt fram í dag? „Nei, ekki af hálfu ríkisins.“ Svo það er ekki ástæða til bjartsýni eins og er? „Nei, tölurnar hafa ekkert breyst frá því í gærkvöldi,“ segir Aðalheiður.Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, kveðst ekkert geta sagt til framhaldið. „Við þurfum fyrst að fá að vita nákvæmlega hvað þeim finnst helst að þessu og þá kemur í ljós hvort við getum brugðist við því,“ segir Gunnar. Getið þið teygt ykkur lengra? „Það er eiginlega ekki hægt að svara því fyrr en við sjáum hvað þau setja aðallega út á.“ Telur þú ástæðu til bjartsýni á þessum tímapunkti? „Ég er alltaf bjartsýn.“
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10 Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33 Samningafundi frestað Fundað verður að nýju klukkan 10 í fyrramálið. 17. mars 2014 18:48 Segir slæmt að kennarar þurfi enn einu sinni að beita verkfallsvopninu Kennarasamband Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að verkfall framhaldsskólakennara hefjist á miðnætti. 16. mars 2014 22:24 Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10
Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33
Segir slæmt að kennarar þurfi enn einu sinni að beita verkfallsvopninu Kennarasamband Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að verkfall framhaldsskólakennara hefjist á miðnætti. 16. mars 2014 22:24
Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00