Körfubolti

Enn eitt tapið hjá Miami

Það gengur ekkert hjá LeBron og félögum þessa dagana.
Það gengur ekkert hjá LeBron og félögum þessa dagana. vísir/getty
Það er eitthvað bras á meisturum Miami Heat í NBA-deildinni þessa dagana. Liðið tapaði í nótt sínum fimmta leik í síðustu sex leikjum.

Að þessu sinni tapaði liðið á heimavelli gegn Denver. Spilamennska liðsins upp á síðkastið lofar ekki góðu fyrir úrslitakeppnina.

"Þetta er erfitt hjá okkur og við höfum ekki lent í svona ógöngum síðan 2010. Þá fundum við lausnir á okkar vandamálum og ég er viss um að við gerum það aftur núna," sagði Dwyane Wade, leikmaður Miami.

Ray Allen var stigahæstur hjá Heat í leiknum með 22 stig sem er það besta sem hann hefur gert í vetur. LeBron James lét sér nægja að skora 21 stig að þessu sinni.

Úrslit:

Charlotte-Minnesota  105-93

Orlando-Washington  101-105

Philadelphia-Indiana  94-101

Toronto-Memphis  99-86

Boston-Phoenix  80-87

Miami-Denver  107-111

New Orleans-Portland  103-111

San Antonio-LA Lakers  119-85

Utah-LA Clippers  87-96

Golden State-Cleveland  94-103

Staðan í NBA-deildinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×