Viðar Örn stimplaði sig vel inn hjá stuðningsmönnum Vålerenga á dögunum þegar hann söng Creed-lagið "Six Feet From The Edge" á kynningarfundi á nýjum leikmönnum liðsins.
Norska Dagblaðið fjallaði um hin tónelska íslenska framherja og vonaðist blaðamaðurinn eftir að Viðar hitti markið jafnvel og hann hitti á tónana í flutningum sínum.
Viðar var líka kokhraustur í viðtali við blaðamann Dagblaðsins og segist ætla að skora minnsta kosti fimmtán mörk í norsku úrvalsdeildinni næsta sumar.
Það er hægt að sjá Viðar Örn syngja þetta krefjandi rokklag með því að smella hér fyrir neðan en greinina á vefsíðu Dagblaðsins má finna hér.