Sport

Mercedes-menn fljótastir á seinni æfingunni í Ástralíu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lewis Hamilton varð heimsmeistari á McLaren árið 2008.
Lewis Hamilton varð heimsmeistari á McLaren árið 2008. Vísir/Getty
Lewis Hamilton og NicoRosberg, ökumenn Mercedes í Formúlu 1, náðu bestu tímunum á seinni æfingu dagsins fyrir fyrstu keppni ársins sem fram fer í Melbourne í Ástralíu á sunnudaginn.

Mercedes-bíllinn hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu eftir allar þær róttæku breytingar sem liðin þurftu að gera. Liðinu er spáð mikilli velgengni á tímabilinu og undirstrikuðu þeir væntingar manna í dag.

Hamilton náði reyndar ekki að klára hring á fyrri æfingunni þar sem bíllinn drap á sér en hann var í miklu stuði á seinni á æfingunni.

Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji og þrátt fyrir að lenda í vandræðum með bílinn nær allt undirbúningstímabilið náði heimsmeistarinn SebastianVettel fjórða besta tímanum á Red Bull.

JensonButton á McLaren varð fimmti og KimiRaikkonen, sem er kominn aftur til Ferrari, varð sjötti. Raikkonen var 0,7 sekúndum á eftir samherja sínum, Alonso.

Tímana má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×