Stéphane Lannoy dæmdi ekki tvö greinileg víti í leiknum og dæmdi einnig mark ranglega af ásamt aðstoðarmönnum sínum.
Barcelona hefði getað verið í allt annarri stöðu í hálfleik hefði Lannoy gefið þeim löglegt mark og víti í fyrri hálfleiknum.
Það gerði hann hinsvegar ekki og sleppti síðan örðu víti þegar Manchester City gerði sig líklegt í seinni hálfleiknum.
Hörður Magnússon lýsti leiknum á Stöð 2 Sport og var skiljanlega ekki ánægður með Frakkann sem var langt frá því að vera í sama klassa og frábærir leikmenn liðanna.
Hörður spáði því að Lannoy fái ekki fleiri leiki í keppninni en hér fyrir ofan má sjá myndband með nokkrum röngum dómum hans í leiknum á Nývangi í kvöld.