Bónusar starfsfólks Volkswagen lækka Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2014 11:15 Í verksmiðju Volkswagen. Sökum minnkandi bílasölu Volkswagen í Evrópu á síðasta ári munu launabónusar starfsfólks í 6 verksmiðjum Volkswagen í vesturhluta Þýskalands lækka á milli ára um 1.000 Evrur. Þrátt fyrir það fá 100.000 starfsmenn þessara verksmiðja 960.000 krónur í ársbónus vegna ársins í fyrra. Þeir fengu 1.120.000 fyrir ári síðan, en hæstur varð bónusinn fyrir árið 2011, 1.275.000 krónur. Heimur versnandi fer, eða hvað? Líklega eru fá dæmi þess hér á landi að starfsfólk í verksmiðjum hér á landi fái ársbónusa í líkingu við þetta og þrátt fyrir lækkun á milli ára má alveg nota eina milljón króna í viðbót við hefðbundin ágæt laun. Forvitnilegt verður að sjá hvað undirmerki Volkswagen, svo sem Audi og Porsche sem gekk vel í fyrra, borga sínu starfsfólki í ársbónus. Volkswagen fyrirtækið í heild, með öll sín 12 bíla- og trukkamerki, mun skila ársuppgjöri þann 13. mars. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent
Sökum minnkandi bílasölu Volkswagen í Evrópu á síðasta ári munu launabónusar starfsfólks í 6 verksmiðjum Volkswagen í vesturhluta Þýskalands lækka á milli ára um 1.000 Evrur. Þrátt fyrir það fá 100.000 starfsmenn þessara verksmiðja 960.000 krónur í ársbónus vegna ársins í fyrra. Þeir fengu 1.120.000 fyrir ári síðan, en hæstur varð bónusinn fyrir árið 2011, 1.275.000 krónur. Heimur versnandi fer, eða hvað? Líklega eru fá dæmi þess hér á landi að starfsfólk í verksmiðjum hér á landi fái ársbónusa í líkingu við þetta og þrátt fyrir lækkun á milli ára má alveg nota eina milljón króna í viðbót við hefðbundin ágæt laun. Forvitnilegt verður að sjá hvað undirmerki Volkswagen, svo sem Audi og Porsche sem gekk vel í fyrra, borga sínu starfsfólki í ársbónus. Volkswagen fyrirtækið í heild, með öll sín 12 bíla- og trukkamerki, mun skila ársuppgjöri þann 13. mars.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent