Körfubolti

James leigði einkaþotu til þess að heiðra Ilgauskas

James með gömlum félögum um helgina.
James með gömlum félögum um helgina. vísir/ap
LeBron James var mættur aftur á sinn gamla heimavöll í Cleveland á laugardag. Ekki til þess að spila körfubolta heldur til þess að heiðra vin sinn, Zydrunas Ilgauskas.

Treyja Ilgauskas var hengd upp í rjáfur í Cleveland í hálfleik á leik Cleveland og NY Knicks.

"Þetta var sérstakt. Stór stund fyrir Z og það var gaman að geta tekið þátt í þessari stund," sagði James sem leigði einkaþotu til þess að geta mætt á svæðið.

Það eru fjögur ár síðan James varð hataðasti maðurinn í Cleveland er hann yfirgaf Cavaliers og gekk í raðir Miami Heat. Samband hans og félagsins hefur mikið skánað síðan þá.

"Hann var góður liðsfélagi og vinur. Þessir tímar koma aldrei til baka. Við höfum verið góðir vinir í átta ár og ég gat ekki hugsað mér að missa af þessu."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×