LeBron James var mættur aftur á sinn gamla heimavöll í Cleveland á laugardag. Ekki til þess að spila körfubolta heldur til þess að heiðra vin sinn, Zydrunas Ilgauskas.
Treyja Ilgauskas var hengd upp í rjáfur í Cleveland í hálfleik á leik Cleveland og NY Knicks.
"Þetta var sérstakt. Stór stund fyrir Z og það var gaman að geta tekið þátt í þessari stund," sagði James sem leigði einkaþotu til þess að geta mætt á svæðið.
Það eru fjögur ár síðan James varð hataðasti maðurinn í Cleveland er hann yfirgaf Cavaliers og gekk í raðir Miami Heat. Samband hans og félagsins hefur mikið skánað síðan þá.
"Hann var góður liðsfélagi og vinur. Þessir tímar koma aldrei til baka. Við höfum verið góðir vinir í átta ár og ég gat ekki hugsað mér að missa af þessu."
James leigði einkaþotu til þess að heiðra Ilgauskas

Mest lesið


Frá Midtjylland til Newcastle
Fótbolti






Szczesny ekki hættur enn
Fótbolti

Vörn Grindavíkur áfram hriplek
Fótbolti
