Ef Fulham hefði viljað fá Alfreð hefði það borgað uppsett verð Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2014 10:00 Alfreð Finnbogason er markahæstur í sögu Heerenveen í deildinni. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, var ekki ánægður með forráðamenn félagsins þegar þeir hækkuðu skyndilega verðið á honum á lokadegi félagaskipta í janúar. Enska úrvalsdeildarliðið Fulham sóttist eftir kröftum Alfreðs og bauð Heerenveen tíu milljónir evra fyrir framherjann en hollenska félagið hækkaði verðið í tólf milljónir þegar símtalið barst og Fulham hætti þá við. „Þeir sögðust alltaf vilja tíu milljónir evra fyrir mig en nú voru þeir ekki samstarfsfúsir. Ég er svekktur út í Heerenveen því ég fæ ekki tækifæri til að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Alfreð í byrjun febrúar.Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen, gerir lítið úr áhuga Fulham í viðtali við hollenska miðilinn OmroepFriesland. „Fulham vissi í margar vikur að það þyrfti að styrkja sig. Svo kemur það og talar við okkur fimm mínútur í tólf og segist vilja Alfreð. Það vildi ekki borga uppsett verð en kaupr síðan Grikkjann fyrir 15 milljónir evra," segir Van der Wiel og vísar til Grikkjans Kostas Mitroglou. Mitroglou er eitthvað mesta flopp tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að raða inn mörkum fyrir Olympiacos í grísku deildinni og Meistaradeildinni fyrir áramót kom hann til liðsins í engu formi og hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum. Á sama tíma raðar Alfreð Finnbogason inn mörkum fyrir Heerenveen en hann varð um helgina markahæsti leikmaður liðsins í hollensku úrvalsdeildinni frá upphafi þegar hann skoraði annað mark liðsins í 2-2 jafntefli gegn NEC Nijmegen. „Ef þeir hefðu viljað Alfreð hefðu þeir borgað okkar verð. Við vorum ekki í neinum peningaleik,“ segir Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen.Kostas Mitroglou hefur lítið gert fyrir 15 milljónir Evra.Vísir/EPA Fótbolti Tengdar fréttir Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá Alfreð Finnbogason varð um helgina markahæsti leikmaður í sögu Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni. Framherjar félagsins eru jafnan keyptir dýrum dómum til stærri liða. 24. mars 2014 06:00 Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, var ekki ánægður með forráðamenn félagsins þegar þeir hækkuðu skyndilega verðið á honum á lokadegi félagaskipta í janúar. Enska úrvalsdeildarliðið Fulham sóttist eftir kröftum Alfreðs og bauð Heerenveen tíu milljónir evra fyrir framherjann en hollenska félagið hækkaði verðið í tólf milljónir þegar símtalið barst og Fulham hætti þá við. „Þeir sögðust alltaf vilja tíu milljónir evra fyrir mig en nú voru þeir ekki samstarfsfúsir. Ég er svekktur út í Heerenveen því ég fæ ekki tækifæri til að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Alfreð í byrjun febrúar.Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen, gerir lítið úr áhuga Fulham í viðtali við hollenska miðilinn OmroepFriesland. „Fulham vissi í margar vikur að það þyrfti að styrkja sig. Svo kemur það og talar við okkur fimm mínútur í tólf og segist vilja Alfreð. Það vildi ekki borga uppsett verð en kaupr síðan Grikkjann fyrir 15 milljónir evra," segir Van der Wiel og vísar til Grikkjans Kostas Mitroglou. Mitroglou er eitthvað mesta flopp tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að raða inn mörkum fyrir Olympiacos í grísku deildinni og Meistaradeildinni fyrir áramót kom hann til liðsins í engu formi og hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum. Á sama tíma raðar Alfreð Finnbogason inn mörkum fyrir Heerenveen en hann varð um helgina markahæsti leikmaður liðsins í hollensku úrvalsdeildinni frá upphafi þegar hann skoraði annað mark liðsins í 2-2 jafntefli gegn NEC Nijmegen. „Ef þeir hefðu viljað Alfreð hefðu þeir borgað okkar verð. Við vorum ekki í neinum peningaleik,“ segir Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen.Kostas Mitroglou hefur lítið gert fyrir 15 milljónir Evra.Vísir/EPA
Fótbolti Tengdar fréttir Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá Alfreð Finnbogason varð um helgina markahæsti leikmaður í sögu Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni. Framherjar félagsins eru jafnan keyptir dýrum dómum til stærri liða. 24. mars 2014 06:00 Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá Alfreð Finnbogason varð um helgina markahæsti leikmaður í sögu Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni. Framherjar félagsins eru jafnan keyptir dýrum dómum til stærri liða. 24. mars 2014 06:00
Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34