Innlent

„Bæjarlækurinn orðinn að myndarlegri á“

„Það er allt á floti hérna við beitingaskúrana,“ segir Þröstur Albertsson frá Ólafsvík. Þröstur tók meðfylgjandi myndband sem sýnir berlega hversu mikið vatn er við beitingaskúrana í bænum.

„Bæjarlækurinn er orðinn að myndarlegri á,“ segir Þröstur.

Veður af þessu tagi kalla Ólafsvíkingar „Stóra-Sunnan“. Þá er ríkjandi sunnanátt eða suð-austanátt, vindasamt með úrkomu.

„Í morgun var lítil hreyfing á fólki, veðrið var algjörlega hræðilegt. En nú er farið að lægja og fólk er komið á ról,“ útskýrir Þröstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×