Þó svo það sé aðeins mars þá er tímabilinu lokið í Þýskalandi. Bayern München gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Þýskalandsmeistaratitilinn í kvöld.
Bayern vann þá 1-3 útisigur á Hertha Berlin. Toni Kroos, Mario Götze og Franck Ribery skoruðu mörk meistaranna.
Bayern er með 23 stiga forskot á Borussia Dortmund og það bil getur Dortmund ekki brúað þó svo nóg sé eftir af tímabilinu.
Ótrúlegur árangur hjá mögnuðu liði og Spánverjinn Pep Guardiola orðinn meistari á sínu fyrsta ári með þýska liðið.
Bayern orðið Þýskalandsmeistari

Mest lesið

Kári reynir að hjálpa HK upp um deild
Íslenski boltinn

Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield
Enski boltinn

„Þeir standa fyrir eitthvað annað“
Fótbolti

Áhorfendum vísað út af Anfield
Enski boltinn

„Báðir endar vallarins mættu vera betri“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegra þegar vel gengur“
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana
Íslenski boltinn

