Kiel er aftur eitt í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar eftir þriggja marka sigur 28-25 á Balingen í dag. Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk fyrir lærisveina Alfreðs Gíslasonar og Guðjón Valur Sigurðsson 2.
Staðan í hálfleik var jöfn 14-14 en Balingen byrjaði seinni hálfleikinn betur en Kiel komst yfir þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum.
Leikurinn var í járnum og munaði aðeins einu marki þegar þrjár og hálf mínúta var eftir 26-25 en Balingen tókst ekki að skora meira og Kiel landaði mikilvægum sigri í titilbaráttunni.
Marko Vujin skoraði þrjú síðustu mörk Kiel í leiknum og var markahæstur með 9 mörk. Filip Jicha og Christian Sprenger skoruðu 4 mörk hvor.
Kiel er með tveimur stigum meira en Rhein-Neckar Löwen þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni. Balingen er í þriðja neðsta sæti deildarinnar í bullandi fallbaráttun.
Aron með sex og Kiel aftur eitt á toppnum
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn

Fleiri fréttir
